Gengi krónunnar að hækka?

Merkilegt, þrátt fyrir aðgerðarleysi stjórnvalda er gengi krónunnar að styrkjast.

Samkvæmt því sem fjármálaráðherra hefur marg sagt á þetta ekki að geta gerst, það er ekki búið að ganga Bretum og Hollendingum á hönd og samþykkja afarkosti þeirra. Fjármálaráðherra hefur marg sagt að fyrr en það verður gert geti krónan ekki styrkst. Reyndar áttu hún að falla nánast til helvítis við þá ákvörðun forsetans að vísa því til þjóðarinnar hvort við vildum verða þrælar Breta og Hollendinga.

 Hefur fjármálaráðherra ekki meira peningavit eða er krónan bara að stríða honum?

Vissulega er hægt að segja að hluti þessarar styrkingar sé vegna veikingar evrunar, draumagjaldmiðli forsætisráðherra, en styrkingin er meir en svo að það sé eina ástæðan.

Ef okkur hefði borið gæfa til að hafa stjórn sem hefur þor og getu til að taka á vandamálum væri gengið sennilega orðið enn sterkara.

Það er með ólíkindum að hægt skuli vera að reka þjóðfélag í meira en ár með stjórnarkreppu. Nú hlýtur að vera nog komið, stjórnin verður að fara frá strax.


mbl.is Raungengi krónunnar hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Hræðslu áróðursstjórn og allt öðrum að kenna sem aflaga fer.

Ragnar Gunnlaugsson, 6.5.2010 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband