Gott hjá forsetanum!

Það er ótrúlegt að lesa sum bloggin vegna þessarar fréttar. Það er í raun ekki nokkur möguleiki að átta sig á hvað fólk meinar. Á að segja Kötlu gömlu að þegja og halda sig á mottunni. Ummæli fjármálaráðherra á þingi gætu bennt til þess.  

Hvenær Katla gýs vitum við að sjálfsögðu ekki, en vitum að hún mun gjósa. Við vitum líka að þegar hún gýs þá verður þetta gos í Eyjafallajökli væntanlega ansi lítið við hlið hennar. Því er mikilvægt að gera sér grein fyrir afleiðingum þess og búa okkur eins vel og hægt er undir það.

Almannavarnir á svæðinu hafa verið að vinna að aðgerðaráætlunum vegna hugsanlegs Kötlugoss undanfana áratugi. Þeirra starf er gott og treysti ég því að hugsað sé fyrir flestu því sem upp getur komið á svæðinu og áætlanir til svo bregðast megi við því.

Það er hinsvegar þessar nýju aðstæður sem nú eru að koma upp, vandræði í flugsamgöngum. Það er vandamál sem þjóðir heims verða að finna lausn á, að minnsta kosti verða þær að skoða hvort lausn sé til. Ef ekki er hægt að leysa þetta vandamál, verður að finna leiðir til að minnka skaðann sem af slíku gosi gæti hlotist.

Það væri því algert ábyrgðarleysi að reyna að gera minna úr hættunni en tilefni gefur til. Sú staðreynd að forsetinn hafi tjáð sig um þetta við fréttamenn BBC gerir það að verkum að hugsanlega verður hlustað. Það er ljóst að lítið er hlustað á eldfjallafræðingana fyrr en skaðinn er skeður. Þá er reynt að saka þá um að hafa ekki aðvarað í tíma.

Fréttastofur um allan heim hafa reyndar verið að fjalla um þennan möguleika allt frá því að gos byrjaði á Fimmvörðuhálsi, svo þetta kemur engum á óvart.

Hvort Katla gamla vaknar við þessi læti við hlið hennar nú er ekki gott að segja, samt eru líkurnar meiri en minni, í ljósi sögunnar. Vonandi sefur hún bara sínum svefni sem lengst, en að lokum mun hún vakna.

 


mbl.is Óábyrgt að draga fjöður yfir goshættuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband