Rannsókn frá hruni

Það er orðin full ástæða til að kalla saman hrunnefndina aftur og fela henni það verkefni að rannsaka gerðir ríkisstjórna frá hruni til dagsins í dag.

Þessi nefnd vann kannski ekki hratt en þokkalega vel í rannsókn á undanfara hrunsins og í ljósi þess að alltaf er að koma upp ýmis mál sem stjórnin virðist vera að framkvæma, í trássi við vilja þings og þjóðar, er full ástæða til að láta ekki staðar numið við hrun.

Þessi stjórn sem nú þykist vera að stjórna landinu hefur orðið uppvís að pukri og baktjaldamakki, því má áætla að mun fleiri mál séu falin.

Það þarf ekki annað en að benda á alla framkvæmd við icesave samningana. Þar var baktjaldamakkið skelfilegt, sem orsakaði þá stöðu sem við erum nú í. 

Eignarhaldi á tveimur af stæðstu bönkum landsins er haldið leyndu fyrir almenningi, það er með ólíkindum ef stjórnvöld vita ekki hverjir standa að baki svokölluðum kröfuhöfum. Ef þau vita það ekki, er þessi stjórn að gera verri mistök nú en þegar bankarnir voru einkavæddir á sínum tíma.  

Leynisamningur við IMF er nýjasta dæmið um baktjaldamakk og pukur. Þar er samþykkt að við greiðum icesave að fullu. Einnig eru klausur í því samkomulagi sem kveða á um að ekki verði veitt frekari aðstoð vegna skulda almennings, hvort heldur það eru skuldir vegna húsnæðis- eða bílakaupa.

Það er því ljóst að þessi stjórn er að vinna eftir þeim starfsaðferðum sem mest eru gagnrýndar í hrunskýrslunni. Í ljósi þessa er full ástæða til að halda áfram rannsókn á stjórnun landsins, og ætti að vera starfandi nefnd sem hefði það hlutverk að hafa eftirlit og aðhald með stjórnvöldum á hverjum tíma.

Þó vissulega sé nauðsynlegt að skoða hvað fór úrskeiðis í undanfara hrunsins og reyna að læra af því, þá hlýtur að skipta meira máli að eftirlit sé haft með gjörðum stjórnvalda á hverjum tíma. Við getum lítið gert nema að læra á fyrri mistökum en það er möguleiki að koma í veg fyrir stórskaða ef mistök stjórnvalda eru uppgvötuð strax á meðan hægt er að snúa til baka og leiðrétta þau.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband