Enn er forræðishyggjan á ferð

Það er einkum tvennt í þessum lögum sem orkar tvímælis.

Fyrra atriðið er hækkun ökuleyfisaldur úr 17 í 18 ára. Þetta kemur ekki til með að skila neinu. Rökin fyrir þessu eru einkum að flest slys verði hjá bílstjórum sem eru 17 ára. Reyndar hafa ekki verið lagðar fram neinar óyggjandi rannsóknir því til staðfestu. Ef þetta er hinsvegar rétt, má áætla að eftir breytinguna verði flest slys hjá bílstjórum sem eru 18 ára. Fyrsta árið er alltaf hættulegast, óháð því hvort ökumaður er 16, 17, 18, 19 eða 20 ára. Það er með öllu ófært að segja að þroski fólks sé meiri hjá 18 ára ungling en 17 ára. Einstaklingarnir eru svo misjafnir.

Hitt atriðið er að sveitarfélögin skuli fá heimild til að leggja á gjald hjá þeim sem nota nagladekk. Þetta atriði er óframkvæmanlegt nema öll sveitarfélög nýti þessa heimild. Reyndar er nokkuð öruggt að þau geri það, sjái þarna aur í kassann. Einnig lýsir þetta fullkominni heimsku þeirra sem frumvarpið sömdu, það búa ekki allir á höfuðborgarsvæðinu þar sem salti er dælt á götur í stórum stíl. Rökin eru væntanlega svifryksmengun og slit á malbiki. Nær væri þá að banna notkun á salti til hálkueyðingar og lögleiða nagladekkin. Það er saltið sem leysir upp bikið og gerir nöglunum kleift að losa það upp. Ef þetta atriði í lagafrumvarpinu fer í gegn er verið að stórauka slysahættu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband