Með 512.000.000.000.kr í laun á ári

Þetta er ofar mínum skilning. Vognarsjóðir veðja á að bankar nái sér upp eftir aðstoð frá ríki og stjórnendur þessara sjóða fá þá launahækkanir.

Hvernig í ósköpunum getur svona bölvuð vitleysa gengið. Hefur alþjóðlegi fjármálaheimurinn ekkert lært, var það ekki vegna svona siðblindu að alheimskreppan skall á?

Svo til að kóróna vitleysuna þá fengu þessir sjóðir að eignast tvo af þremur stæðstu bönkunum okkar. Varla hafa þeir verið að kaupa þá til að hjálpa okkur.

Það er eitthvað stórkostlegt að þegar einn maður geti fengið 4.000.000.000.- dollara í laun, það er ca 512.000.000.000 krónur. Maður verður alveg orðlaus.


mbl.is Stjórnendur vogunarsjóða mala gull
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Helgason

Já og bálvitarnir sem skipta við þá enn eru Íslenskir,,,,,,,,,,,,,,

pældu í því

Sigurður Helgason, 3.4.2010 kl. 15:56

2 Smámynd: Gunnlaugur H Gunnlaugsson

Rétt hjá thér Gunnar, ekki skil ég thessi laun. Heimurinn versnandi fer thví midur.

Gunnlaugur H Gunnlaugsson, 3.4.2010 kl. 15:56

3 identicon

Í ljósi þess að svona mönnum er nákvæmlega sama um lífsafkomu almennings og stefna jafnvel afkomu heilu ríkjanna í voða,  þá þarf í fyllstu alvöru að fara að gefa skotleyfi á þessa menn.

Þessir menn eyðileggja líf fleiri manna en hryðjuverkamenn með byssur.  Það á því ekki að eira þeim, hvar sem þeir koma sér fyrir á að vega að þeim.

Skuggi (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 17:46

4 Smámynd: Jón Óskarsson

Það þarf að fá svona menn til að flytja lögheimilið sitt til Íslands.  Skatttekjur fyrir ríki og sveitarfélag myndu nema á einu ári samtals 236milljörðum, þar af fengi ríkið 168,9 milljarða.   Einn svona skattgreiðandi gæti því rétt af fjárlagahallann og vel það :-)

Jón Óskarsson, 5.4.2010 kl. 02:34

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er engin hætta á því að þessir menn borgi skatta. Þeir finna örugglega einhverja leið til þess.

Gunnar Heiðarsson, 5.4.2010 kl. 07:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband