Gott ef satt er
3.4.2010 | 11:36
Gott ef satt er. Mesta hættan nú er að þeir félagar Indriði og Steingrímur geri eitthvað til að spilla þessu. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af Össur, það hlustar hvort eð er enginn á það skoffín, hvorki hér heima né úti í hinum stóra heimi.
Það sannast hér að samstaðan er sterk. Það er vissulega slæmt hversu lengi hefur dregist að ganga frá þessu máli. Ástæðan er einföld, stjórnin er óhæf.
Ef þetta blessaða fólk sem er að reyna að stjórna landinu hefði tekið saman höndum við stjórnarandstöðuna um lausn þessa máls strax, værum við löngu búin að leysa það. Í hroka sínum kusu SJS og JS frekar að spila einleik. Það er sá einleikur sem hefur skilað okkur hingað, þau eiga allan heiðurinn af þessu klúðri.
Hitt er svo annað mál að nú eru aðstæður allt aðrar en fyrir ári síðan og því líkur á að betri samningur náist nú en þá. Það er líka full ástæða til að fara fram á endurskoðun á samkomulagi við AGS um aðstoð þeirra.
Það eru reyndar litlar líkur á að AGS fallist á það, þeir hafa ekki einu sinni fengist til að gera úttekt á núverandi samkomulagi. Þetta glæpafélag sleppir ekki svo auðveldlega takinu á því sem þeir ná.
Því er enn brýnna að óska eftir upptöku samkomulagsins, bæði í ljósi framkomu þeirra í okkar garð og einig vegna breyttra aðstæðna.
Að lokum legg ég til að stjórnin segi af sér og boðað verði til kosninga. Menn halda því fram að þá skapist stjórnarkreppa og landið megi ekki við því núna. Það er búin að vera stjórnarkreppa síðan í byrjun ágúst 2009, kosningar og ný stjórn af þeim loknum mun binda endi á þá stjórnarkreppu. Við megum ekki við því að bíða lengur.
Falla frá einhliða skilmálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.