Bullið ætlar engan endi að taka.

Hvernig í ósköpunum er hægt að túlka þessa þjóðaratkvæðagreiðslu á annan veg en um stjórnina.

Stjórn sem nauðgaði handónýtum samning í gegn um þingið.

Stjórn sem fullyrti að ekki yrði gengið lengra, það væri ekki hægt að ná hagstæðari samningum.

Stjórn sem lagði haus sinn og æru að veði.

Stjórnin er orðin ærulaus.


mbl.is Kosningarnar ljúka ekki málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Ertu ekki búinn að læra það ennþá að það er ekkert að marka íslenska stjórnmálamenn. Núna gleðst forsætisráðherra yfir þeirri braut sem þjóðaratkvæðagreiðsla er orðin. Sjálf ákvað hún að taka ekki þátt, forsætisráðherrann. Í desember fullyrti Steingrímur Joð að Icesave 2 væri besti mögulegi samningurinn sem við gátum fengið. 90% sögðu nei við þeirri staðhæfingu. Núna segir hann að miklu betri samningur "sé á borðinu" en hann fór samt ekki sjálfur og kaus gömlu óværuna í burtu. Þetta er bara sagan endalausa í íslenskum stjórnmálum. Alþingi minnir á Morfís og enginn þarf að standa við orð sín. Þá er bara snúið út úr. Og ég er ekki að segja að stjórnarandstaðan sé betri.

Guðmundur St Ragnarsson, 8.3.2010 kl. 18:07

2 Smámynd: GAZZI11

Það er gjörsamlega óþolandi hvernig stjórnmálamenn haga sér á Íslandi. Þetta er glórulaust lið og hefur greinilega enga sjálfsvirðingu. Skil eiginlega ekki á hvaða hvötum þetta lið gengur á.

Jóhanna ætti að skammast sín að velja sér það 2 dögum fyrir kvennadaginn að nýta sér ekki kostningarréttinn.

GAZZI11, 8.3.2010 kl. 18:18

3 identicon

Jóhanna og Steingrímur, sem einstaklingar, ættu að sjá sóma sinn í að láta sig hverfa.  Hætta pólitískum afskiptum.  Ásjónur þeirra minna okkur flest einum of mikið á þráhyggju, fúllyndi og valda-misbeitingu.  Við viljum ekki sjá þau lengur og alls ekki til vitrænnar famtíðar.  Þar til viðbótar eru þau svo ömurlega leiðinleg.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband