Ekki skrítið!!

Er nema von að mann greyinu þyki þetta skrítin kosning.

Hann heldur auðvitað að ummæli ráðherranna séu marktæk. Það er jú þannig í flestum löndum.

Það að samninginum hafi verið ýtt til hliðar er kannski rétt, en lögin hafa ekki verið afnumin. Þetta eru fullyrðingar ráðherrana. Þeirra sömu manna og höfðu ekki kjark til að draga lögin til baka.

Það er ekki verið að kjósa um samning, heldur hvort lög sem stjórnin setti eigi að halda, lög sem  munu hljóta fullt gildi ef ekki er kosið.

Lög sem veita fjármálaráðherra fullt umboð til að skrifa undir fjárskuldbindingar fyrir hönd okkar, fjárskuldbindingar sem við getum ekki með nokkru móti staðið við og verulegur ágreiningur er um hvort okkur beri að standa við. Lög sem myndu kæta fjármálaráðherra ef fengist staðfest.

Ef ríkisstjórnin hefði komið réttum skilaboðum frá sér til þessara erlendu fréttamanna sem hér eru staddir, þyrftu þeir ekki að velkjast í vafa um þessa kosningu.

Ríkisstjórn sem hagar sér með þessum hætti er skaðleg fyrir land og þjóð.


mbl.is Skrítin þjóðaratkvæðagreiðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glöggt er gests augað.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 17:41

2 identicon

Ekkert annað í boði fyrir Lady Ga Ga forsætisráðherrann okkar og hinn ómarktæka fjármálaráðherra en að segja af sé á mánudag.  Þetta eru verstu fulltrúar sem íslenska þjóðin hefur nokkurn tíman átt, landráðamenn sem sagan mun dæma sem hyski.  Hreint með ólíkindum hvernig þau hafa fallið á prófinu, ekki bara í ríkisstjórn heldur sem íslendingar og heiðarlegar manneskjur.  Manni verður óglatt

Baldur (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband