Hátt hreykir heimskur sér

Það er margt athyglisvert sem kemur fram í þessari fréttatilkynningu frá St.Jóa.

Í fyrsta lagi segir hann að verið sé að vega að mannorði sínu. Hann hefur alveg séð um að eyðileggja það sjálfur.

Í öðru lagi talar hann um dylgjur um að verið sé skjóta undan eignum. Til hvers var hann þá að flytja þessa eign yfir í Bandaríkst félag?

Í þriðja lagi segir hann að engir skuldheimtumenn séu á eftir sér. Má vel vera, en þeir eru á eftir öllum einka-og hlutafélögum hans. Enda öll komin í þrot.

Í fjórða lagi kvartar hann yfir að Mogginn sé búinn að skrifa yfir 300 greinar um sig. Ekki nema 300? Miðað við umfang hans í atvinnulífinu og hruni efnahagskerfisins hefði maður haldið að þær væru fleiri. Það þarf að taka það inn í myndina að Mogginn er sennilega eini fjölmiðillinn sem hann hefur ekki eignar- eða fjármálaleg ítök í.

Í fimmta lagi segir hann að þessar 300 greinar séu ætlaðar til að snúa almenningsálitinu gegn sér og fjölskyldu sinni. Hann og fjölskylda hanns hefur ekki þurft neina utanaðkomandi aðstoð til þess.

Í sjötta lagi gefur hann í skyn að þessar greinar hafi ollið því að áskrifendum Moggans hafi fækkað um 15.000.  Nú held ég að egóið hjá honum sé orðið full mikið.

Jóhannes Jónson þarf að átta sig á því að hanns tími er liðinn. Það er hátt fall úr háum stól, það er engin ástæða til að reyna að klifra upp á stólbakið, fallið verður bara hærra.

 


mbl.is Jóhannes segir fréttina ranga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek bara heilshugar undir með þér.  Baugsfeðgar og vinir sáu algjörlega sjálfir um að grafa sína eigin gröf.

Ásta B (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband