Gott ef satt væri

Össur segir að framkvæmdavaldið lúti vilja löggjafavaldsins. Gott ef satt væri. Hvers vegna er þá ekki flutt þingsályktunartillaga um að draga til baka ósk um aðildarviðræður. Við höfum annað við krafta okkar og peninga að gera en að eyða þeim í þessa vitleysu.

Eini ókosturinn sem ég sé við þetta er sá að samfó fær þá ekki þá rasskellingu sem hún þarf, ef ekki verður kosið um aðild.

Í því ástandi sem við erum hér nú, verður að fórna þeirri ánægju og draga til baka umsóknina strax, áður en meir er eytt í þessa vitleysu


mbl.is Væri ráð að draga umsókn til baka?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Drögum umsóknina til baka og höldum áfram að vera ein út í dumbshafi. En gleymdu því ekki Gunnar að við erum nú þegar partur af EES og þurfum að fylgja 2/3 af öllum reglum sem þaðan koma án þess að geta verið með í því að búa þær til. Við erum gjörsamlega áhrifalaus í dag og verðum ennþá áhrifa minni næstu árin ef við ætlum okkur ekki að taka þátt.

Aron (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 14:26

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Því miður erum við nú þegar að hluta til sett undir ægisvald Brussel.

Það þíðir þó ekki að ef maður dettur í fjóshauginn að þá þurfi maður endilega að kafa ofan í hann.

Gunnar Heiðarsson, 23.2.2010 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband