Það er gott að vera heimskur

Að minnsta kosti skil ég ekki hvernig á því stendur að forstjóri olíufélags Sameinuðu furstadæmanna skuli vera skipaður sem forseti Loftlagsráðstefnu Sameiniðuþjóðanna. Ég skil heldur ekki hvaða erindi sami maður, sem býr við Persíuflóa, sem er í ca. 5500 km fjarlægð frá heimskautsbaug, í beinni loftlínu, á heiðurssæti í þann félagsskap er kallast  Arctric Circle. En eins og fyrrum forseti vor bendir á, þá er það vanþekking mín, eða heimska, sem orsakar það skilningsleysi.

Hitt veit ég að það eru til nægir peningar hjá þeim sem ráða ríkjum þar syðra, með harðstjórn og einræði. Ég veit líka að sumum þykir ágætt að vinskast við auðuga menn, jafnvel þó þeir hafi á sínum yngri árum talað fyrir alræði öreiganna. Þá er ekki horft í mannkosti heldur hversu veski manna er þungt.

Þarna sannast svart á hvítu að það er ekki viljinn til að vernda náttúruna sem dregur fjölda manns saman á einn stað nokkrum sinnum á ári, hvort heldur til að ræða "manngert veður" eða "háska norðurslóða", oftast einn eða tveir í hverri einkaþotu. Þar ræður peningagræðgin öllu atferli manna.

En samkvæmt mínum gamla forseta, sem ég hef oft á tíðum mært, er ég bara heimskur. Kannski þarf ég að endurskoða álit mitt á þessum manni.


mbl.is Skilur gagnrýni á skipun forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. janúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband