Hávaði

Þó smá hávaði (100db) heyrist eina kvöldstund á ári, þarf ekki að ganga af göflunum. Og jafnvel þó eitthvað meiri hávaði heyrist á rokktónleikum, standa þeir stutt yfir. Hins vegar getur orðið óbyggjandi þegar slíkur hávaði er stöðugur, allan sólahringinn alla daga ársins.

Á heimasíðu Veritas kemur fram að minnst vindtúrbínurnar sem þeir framleiða, 6 MW, geti hávaði orðið um 104 db. Þarna er um stöðugan hávaða að ræða og þegar slíkum túrbínum er safnað saman á einn stað, allt að 100 stk. eins og stærstu vindorkuverin gera ráð fyrir hér á landi, er ljóst að sá hann verður ærandi.

Farið nú öll út á götu á gamlárskvöld og hlustið vel hvernig 100 db hávaði sker í eyrun. Þá fáið þið smá innsýn í hvernig verður að búa nærri vindorkuverum. Af hafa slíkan hávaða, jafnvel margfalt meiri, yfir sér alla daga og allar nætur, 365 daga ársins!

Í þeim samanburði verður gamlárskvöld að hreinni skemmtun.

 


mbl.is Hávaði gæti farið í 100 desíbel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þögn fréttamiðla rofin

Loks vakna íslenskir fjölmiðlar upp af dvalanum og segja frá erfiðu vetrarveðri í Norður Ameríku (Bandaríkjunum og Kanada). Það er auðvitað illa séð að fluttar séu fréttir af köldu veðri, en fréttastofur eiga jú að segja fréttir, ekki satt?

Eins og fram kemur í viðhengdri frétt, þá var ágætis veður þar vestra um þakkargjörðahátíðina. En frá byrjun Desember hefur hins vegar verið bæði kalt og miklir snjóar, allt frá syðri hluta Bandaríkjanna og norður til Kanada. Við Mexíkóflóann og upp með austurströndinni hefur veður hins vegar verið skárra. Jafnvel í suðurhluta Kaliforníu hefur verið úlpuveður mestan hluta mánaðarins meðan miklir snjóar hafa verið um norðurhluta fylkisins, reyndar svo miklir að hætt var að mæla úrkomuna í tommum og skipt yfir í fet. Miðfylkin á sléttunum og allt norður til vatnana miklu, hafa orðið undir snjó. Í vesturhluta New York fylkis mældist snjókoma allt að 7 fetum, um miðjan mánuðinn. Svona mætti halda áfram að þylja upp dæmi mikillar ofankomu, vítt um Bandaríkin og Kanada.

Maður hefur horft með forundran á veðurfréttir hér á landi, þar sem kortin af þessu svæði hafa meira og minna verið með rauðum hitatölum. Á sama tíma fær maður fréttir frá heimafólki um mikla kulda og mikinn snjó. Í veðurfréttum gærkvöldsins var örlítið minnst á spá um kulda þar vestra. Þó var gert mun minna úr þeirri spá en efni eru til og jafnvel staðreyndir segja okkur. Í bandarískum veðurspám er spáð að jafnvel geti snjóað niður á miðjan Flórídaskagann og reyndar að snjóa muni um flest öll fylkin, sumstaðar svo mikið að til vandræða horfir. Veðurviðvaranir eru komnar yfir mest öll Bandaríkin.

Hvað veldur þessari þögn íslenskra fjölmiðla? Getur verið að íslenskir fréttamenn líti svo á að Bandaríkin séu einungis borgirnar New York og Washington? Að meðan veður er gott í þeim borgum, hljóti að vera gott veður um öll Bandaríkin?

Eða er þöggunin orðin svo mikil að ekki megi segja frá köldu veðri? Alla vega skortir okkur ekki fréttir af því ef hlýnar eitthvað. Þá eru fréttastofur með daglegar fréttir allt frá fyrstu spám um hugsanleg hlýindi og í vikur á eftir, jafnvel þó spáin hafi verið röng og engin hitabylgja mætt á staðinn.

En nú er þessi þögn fréttamiðla rofin, enda spáin þar vestra vægast sagt skuggaleg, ofan á erfiðan desembermánuð.


mbl.is Helköld jól vestra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. desember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband