Eitt örstutt skref

Segja má að náðst hafi að stíga eitt örstutt skref frá þeirri forarmýri sem stjórnvöld ætluðu að leiða þjóðina útí, a.m.k. er staldrað við.

Tilkynning utanríkisráðherra, seint í gærkvöldi, um að frestað væri framlagningu frumvarpi um orkupakka ESB, kom nokkuð á óvart, eða þannig. Kannski eru þingmenn Sjálfstæðisflokks eitthvað orðnir hræddir um stóla sína, enda ljóst að hratt fjarar undan flokknum.

En þetta er þó enginn sigur, einungis örstutt vopnahlé. Frumvarpið mun verða lagt fram og því engin ástæða til að hrósa happi strax.

Gulli segir í þessari fréttatilkynningu að ákveðið hafi verið að láta sérfræðinga skoða málið. Er hann virkilega að segja okkur að slík skoðun hafi ekki enn farið fram?. Skipa á hóp sérfræðinga, vonandi þó ekki sérfræðinga í að tala niður gagnrýnisraddir, til að skoða þetta nánar. Reyndar nefnir hann að þeir sem mest hafa gegn málinu talað, muni fá sæti í þeim hóp, svo kannski er von.

Það er einlæg von mín að ráðherra auðnist að skipa í þessa nefnd þá sem mesta þekkingu hafa á málinu, þá sem mest hafa kynnt sér það. Þar má t.d. nefna Bjarna Jónsson, rafmagnsverkfræðing.

Reyndar má svo sem búast við öllu. Eftir skipan nefndar um skoðun á EES samningnum, að kröfu Alþingis, þar sem tveir yfirlýstir ESB sinnar fengu sæti og yfir þeim settur maður sem hefur einstaka ást á EES samningnum, gæti allt eins orðið að þessi "sérfræðihópur" ráðherrans verði skipaður af þeim einum sem með orkusamningnum hafa talað.

En bíðum og sjáum til.


mbl.is Fresta orkupakkanum til vors
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband