Erum á réttri leið

Umræðan um orkupakka 3, frá ESB, tekur á sig nýja mynd. Nú er sendiherra ESB á Íslandi farinn að tjá sig um það mál í fjölmiðlum. Þó það sé vissulega stór undarlegt og ekki talið eðlilegt í störfum sendiherra að skipta sér af pólitískum málum í sínu gistiandi, er þetta því miður ekki einsdæmi. Forveri hans frá ESB gerði slíkt hið sama í tengslum við umræðuna um aðildarumsókn okkar að ESB, á sínum tíma. Þeim sendiherra var gert að yfirgefa landið, eftir þau afskipti sín og það sama hlýtur að gilda um þann sem nú er fulltrúi ESB á Íslandi. Það eru eðlileg viðbrögð og gild um allan heim. Hitt er svo önnur saga, hvers vegna ríkjasamband er með sendiherra hér á landi, slíkar stöður eiga einungis þjóðríki að hafa.

Eitt er þó víst, að þegar ESB er farið að senda sinn fulltrúa í fjölmiðla hér á landi,er ljóst að málið er mjög heilagt ESB og sannar það eitt að við sem gegn þessum orkupakka tölum, erum á réttri leið.

Ekki ætla ég að ræða grein sendiherrans hér, að öðru leyti en því að þar sannar hann það sem haldið hefur verið fram, að áhrif neitunar tilskipunarinnar mun einungis heimila ESB að óvirkja þær tilskipanir er snúa að sama máli, þ.e. orkumálum.

Þetta er vissulega þarft í umræðuna, nú þegar einu rökin sem eftir eru hjá þeim sem tilskipunina vilja samþykkja, eru að sjálfur EES samningurinn gæti verið í húfi ef hún ekki verður samþykkt. Jafnvel stjórnmálaskýrendur fengnir til að tala því máli.

Svo rammt kveður reyndar að þeim málflutningi nú, að enginn þeirra sem tilskipunina vilja samþykkja kemur í fjölmiðla án þess að nefna einmitt þetta atriði. Þetta hengja þeir örfáu þingmenn Sjálfstæðisflokks, sem þora að tjá sig um málið, sig einmitt á þó þeir segist andvígur tilskipuninni. Vilja fá að vita hvað áhrif neitun tilskipunarinnar hefur á EES samninginn! Ættu þessir þingmenn ekki frekar að spyrja hvað gott samþykkt hennar hefur fyrir Ísland?!

Það er búið að afsanna hið keypta lögfræðiálit ráðherrans um málið, það liggur ljóst fyrir að strengur milli Íslands og Bretlands er á plönum ESB og nú hefur sendiherra ESB á Íslandi sannað að EES samningurinn er ekki að veði þó tilskipuninni verði hafnað, einungis kaflinn um orkumál.

Því er eina spurningin sem eftir er; hvað gott hefur þessi pakki fyrir okkur Íslendinga? Öðru þurfa þingmenn ekki að spyrja sig.

Hitt er ljóst, að þessi orkupakki mun hafa mikil áhrif fyrir ESB, það sanna afskipti sendiherra þeirra af pólitískum innanlandsmálum hér á landi. Þó snúa þau áhrif ekki að orkumálum innan ESB, enda orkuframleiðslugeta okkar einungis brotabrot af orkuþörf landa ESB, svo lítil að engu skiptir. Þarna eru einungis um völd ESB að ræða, völd til að ráða sem allra mestu.

Við sem tölum gegn orkupakka 3, frá ESB, erum greinilega á réttri leið!!

 

 


Bloggfærslur 15. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband