Eitt augnablik

Eitt augnablik hélt maður að loks væri eitthvað að rofa til í kolli ráðherra, eftir að fréttastofa rúv útvarpaði um miðjan dag í gær, frétt um að ráðherrann væri ekki viss um hvort meirihluti væri fyrir samþykkt tilskipunar ESB um orkupakka 3 og jafnvel mátti skilja á þeirri frétt að hún sjálf væri nokkuð andhverf honum. Að þetta væri vandi sem hún hafi, óumbeðið, fengið upp í hendurnar. En svo komu sjónvarpsfréttir, þar sem viðtalið var sent út. Þá varð ljóst að lítið hafði breyst, enn er setið við sama heygarðshornið.

En nú voru önnur rök uppi. Eftir að hið keypta lögfræðiálit ráðherrans hefur verið tætt í frumeindir og opinberað að lagning sæstrengs er kominn mun lengra en haldið hefur verið fram, hefur ráðherrann nú hengt sig á ný rök: Óvissu um hvað muni verða um EES samninginn, verði tilskipuninni hafnað.

Þvílík fyrra! Er ráðherrann að gera því skóna að Alþingi sé ekki fært að hafna tilskipunum frá ESB, án þess að setja sjálfan EES samninginn í uppnám? Til hvers þá að taka slíkar tilskipanir til þinglegrar meðferðar? Og hver er þá túlkun ráherrans á samningum, svona yfirleitt? Nú ef svo væri, að sjálfur EES samningurinn væri í uppnámi, þá er ljóst að sá samningur þjónar okkur ekki lengur og einfaldast að segja honum upp!

Í þeirri frétt sem þetta blogg er hengt við, heldur ráðherrann því fram að engin samskipti hafi verið höfð við ráðuneytið um lagningu á sæstreng til Bretlands. Þarna fer ráðherrann sennilega full langt í þægni sinni við sína yfirmenn, enda klárt mál að þessi strengur væri ekki á borði ESB og að ekkert fyrirtæki væri komið á fulla ferð í fjármögnun á lagningu hans, nema með vitund og vilja ráðuneytisins. Henni til varnar er hugsanlegt að hún viti ekki af þeim samskiptum, að embættismenn ráðuneytisins hafa þar farið að baki henni. Sé svo, er hún með öllu óhæf í stól ráðherra.

 

Þar sem ég hef nú skrifað nokkrar greinar þar sem fram kemur nokkur ádeila á Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur, vil ég árétta að þar er ég alls ekki að deila á hana sem persónu. Hún fer hins vegar með forsjá þess máls sem ég deili hart á og að auki er hún, enn, þingmaður í mínu kjördæmi. Á þeim forsendum byggjast mín skrif.


mbl.is Ráðuneytið hefur ekki tekið afstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband