NO farmers, NO food, NO future

Það hefur aldrei talist gæfuspor að gera bændur reiða. Yfirleitt er þessi stétt manna hæglát og friðsöm. Þegar þeir eru reyttir til reiði hika þeir ekki við að beita viðeigandi vopnum. Svara þeim sem reyta þá til reiði með því að drekkja þeim í skítalykt.

Um alla Evrópu, einkum innan landa esb, hafa nú staðið yfir mikil mótmæli bænda í nærri tvo mánuði. Lítið fer af þeim fréttum í íslenskum fjölmiðlum. Það er lengi búin að krauma reiði bænda þar ytra og í desember síðastliðnum sauð svo uppúr. Hámarki náðu svo mótmælin þegar þing esb kom saman.

Margir hafa verið að tjá sig í erlendum fjölmiðlum um málið og gjarnan er farið ansi grunnt í skýringar. Talað um að losun co2 í andrúmsloftið, um hækkandi kostnað við landbúnaðarframleiðslu, innflutning á landbúnaðarvörum og fleira í þeim dúr. Allt skýringar sem eiga sitt heimilisfang hjá áróðursmeisturum sambandsins Skýringin er hins vegar ofur einföld, eða eins og einn bóndinn þar ytra sagði í sjónvarpsviðtali; "regluverk esb er að drepa okkur. Sjálfur sit ég við skrifborð stórann hluta dagsins, vegna eylífra reglugerðabreytinga og skýrslugerða. Ég þarf því að ráða mann til að sjá um búið, bú sem ekki einu sinni skilar mér sjálfum tekjur." Þarna liggur vandinn.

Vissulega hafa bændur bent á að þeir einir geti ekki tekið á sig alla ábyrgð á loftslaginu. Bent á að til dæmis bændur í Hollandi, sem á að skera þá að mestu niður í nafni loftlags, skila álíka mikilli losun co2 út í andrúmsloftið á ári og Schiphol flugvöllur á nokkrum klukkutímum. Eða álíka og starfsmenn esb losa á öllum sínum flugferðum yfir nokkra mánuði. Þá hafa bændur bent á þá staðreynd að tuddinn ropa jafnt í Evrópu og Argentínu. Innflutta kjötið losar síðan enn frekar við flutning þess um hálfann hnöttinn. Kostnaður hefur sannarlega hækkað verulega fyrir bændur, en þeim svíður þó meir hvað sambandið vinnur duglega í að skerða styrkjakerfið. Þetta er allt satt og rétt, en megin ástæða fyrir þessum hörðu mótmælum bænda er óendanlegt regluverk esb. Þegar bændur vita ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér og varla hvaða reglur voru settar á í dag, er útilokað að stunda landbúnað. Þegar stór hluti vinnu bóndans liggur í því að færa skýrslur og yfirfara nýjar reglugerðir, er útilokað að stunda búskap.

Því miður eru svipuð vandamál í íslenskum landbúnaði. Innflutt kjöt keppir við íslenskt, kostnaður hækkar en styrkir lækka og kannski það sem meira er að regluverkið verður flóknara með hverju árinu. Þar hefur á einhvern ótrúlegan hátt tekist að vefja íslenskum landbúnaði inn í ees samninginn, sem hann þó á að vera utan. Þar hefur MAST tekist að fá inn ýmsar vel kryddaðar reglugerðir frá esb og hrellir bændur duglega með þeim. Bændur vart búnir að kosta miklar breytingar hjá sér vegna slíkra reglugerða, þegar þeir fá tilkynningu um enn frekari breytingar.

Þá hafa ráðherrar ekki hikað við að nota íslenska bændur í hrossakaupum á erlendri grundu. Gerður var samningur um ákveðið magn af innflutningi á landbúnaðarvörum, sem við sjálf getum framleitt mun hreinna en það erlenda. Þetta dugði þó ekki versluninni og ekki betur séð en þar hafi verið samráð um að bjóða sem lægst í tollkvóta við síðasta útboð. Þannig náðist verð á tollkvótum allt niður í eina krónu á kíló! Hef aldrei skilið þessa aðferð, að bjóða út toll?! Tollstjóri er með tollskrá. Frá henni getur enginn komist. En verslunin fær að bjóða hvað hún vill borga í toll, þegar kemur að innflutningi á kjöti!

Hvenær íslenskir bændur taki sér til fyrirmyndar mótmæli þerra frönsku, þýsku, pólsku, írsku, portúgölsku, spænsku, ítölsku, grísku og svo framvegis, er ekki gott að segja. Hitt er víst að ef ekkert er gert til varnar bændum munu þeir springa, rétt eins og þeir evrópsku. Þá gætum við séð skít sprautað á alþingishúsið, eða drullu sturtað fyrir framan dyr þess. Eða fjárhópa leggja undir sig miðbæ höfuðborgarinnar.

Það kostar að framleiða mat. Öll vestræn ríki velja að styrkja landbúnað, til að halda niðri verði á matvöru. Þar er styrkjakerfi Íslands langt frá því að vera hæst, er mun hærra t.d. í Bandaríkjunum. Hins vegar er sammerkt með Bandaríkjunum og esb að styrkjakerfið er að stórum hluta falið, flækjustig þess gerir það ógagnsætt, meðan það íslenska liggur alt uppi á borðum.

Hin leiðin er að hætta slíkum styrkjum og láta neytandann um að borga brúsann beint. Það kallar auðvitað á hærri laungreiðslur. Eitthvað sem atvinnurekendur eru kannski ekki tilbúnir til. Slík breyting verður hins vegar ekki gerð í einu landi, slík breyting þarf að vera samhljóma allra landa.

Fyrir bóndann skiptir í sjálfu sér ekki máli hvaðan peningurinn kemur. Þó má segja að hann yrði sjálfstæðari við slíka breytingu.

Engir bændur

Enginn matur

Engin framtíð

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Frábær pistill og svo sannur.

Sýnir hversu allt þetta háskóla menntaða

lið er komið langt frá raunveruleikanum.

Vandamálið er ekki landbúnaður heldur

skrifstofu báknið í Brussel.

Sigurður Kristján Hjaltested, 9.2.2024 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband