Yfirgengileg frekja fréttamanna ruv

Halda fréttamenn ruv að þeir séu hafnir yfir lög í landinu, að þeir þurfi ekki að fara að boðum lögmætra yfirvalda? Hvers konar andskotans frekja er þetta í þessu fólki? Oft hefur fréttastofa ruv lagst lágt, en sjaldan sem nú. Yfirgangurinn og frekjan í þessu fólki er þvílíkur og siðferðið ekki neitt. Siðleysið hefur yfirtekið þessa stofnun, sem haldið er uppi af peningum sem teknir eru úr vösum landsmanna, hvort sem þar er eitthvað að sækja eða ekki. Allir verða að greiða stofnuninni skatt!

Um nokkuð langan tíma hef ég séð eftir þessum peningum til stofnunarinnar. Tel hana ekki þess verða að þiggja þá. Hef í sjálfu sér ekkert á móti því að greiða skattinn, en vill fá að velja hvaða fréttastofa, eða fréttastofur, fái mitt framlag.

Þegar starfsmenn stofnunarinnar eru trekk í trekk teknir við þá iðju að hundsa fyrirmæli lögmætra yfirvalda og jafnvel reyna að komast óboðin í einkahús, er ósköp eðlilegt að strangar reglur þurfi til að reyna að hafa hemil á þessu frekju liði. Verst að það bitnar einnig á fréttamönnum annarra fréttastofa, sem haga sér skikkanlega.

Og hver eru rökin hjá þessu liði? Jú, þeir telja landsmenn eiga heimtingu á að tekin séu viðtöl við fólk sem er í sárum! Þvílík endaleysa hjá þessu liði!!

Vonandi fara augu stjórnmálamanna að opnast og þessari stofnun verði lokað fyrir fullt og allt. Til vara mætti hugsa sér að hún fengi að lifa á því fé sem landsmenn sjálfir vilja skammta henni. Niðurstaðan yrði söm, bara örlítið seinna.

Ætla ekki að ræða hér skattaundanskot eða lögfræðilega stöðu sumra starfsmanna þessarar stofnunar, né heldur þá aðferðafræði sem þeir telja hæfa við fréttaleit, þó þar sé ekki allt eins og best verður á kosið. Um það má fræðast hjá mér betri penna, hér á bloggsíðum mbl.

Manni getur vissulega ofboðið frekjuhátturinn sem virðist hafa yfirtekið fréttastofu ruv.


mbl.is Gengst við því að vera frekja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband