Trúboðar sannleikans

"Að vera eða að vera ekki". Þessi orð lagði Shakespere í munn Hamlets. Eins má segja hvað er rétt og hvað rangt.  Oftast er það þó svo að þegar tveir deila telja báðir sig hafa rétt fyrir sér. Þetta kemur sjaldnast að sök í daglega lífinu, jafnvel ekki heldur þegar fólk setur fram sínar hugsanir, hvort heldur er í tali eða riti.

Þetta er hins vegar nokkuð annað þegar að fjölmiðlun kemur. Einkareknir fjölmiðlar geta, innan ákveðinna marka, leift sér að skreyta sannleikann. Annað má gildir um ríkisrekinn fjölmiðil. Þar á ávallt að gæta fyllsta réttlætis. Starfsfólk slíks fjölmiðils hefur ekki heimild til að mynda sér opinbera skoðun um menn og málefni, verður ávallt að gæta þess að sem flestar skoðanir fái að heyrast. Hlustandinn getur ekki myndað sér skoðun á málum nema því aðeins að heyra allar skoðanir á hverju máli. Ekki bara þá sem fréttamenn vilja að fólk heyri.

Meðan stjórnmálaflokkar héldu úti fjölmiðlarekstri fór enginn í grafgötur um að fréttaflutningur var oftar en ekki mjög litaður af pólitík. Nú er enginn stjórnmálaflokkur lengur í fjölmiðlun, ekki nema í gegnum heimasíður á netmiðlum. Hins vegar eru sumir fjölmiðlar í eigu fólks sem tengist flokkum. Þar má enn sjá eima af þessum gömlu flokksblöðum. En svo höfum við ruv, "útvarp allra landsmanna". Stofnun sem haldin er uppi með nefskatti á alla landsmenn, hvort sem þeir nýta sér þjónustuna eða ekki.

Sennilega er enginn fjölmiðill eins hápólitískur og einmitt sú stofnun. Slær jafnvel gamla Þjóðviljann út, málgagn kommúnista og að ekki sé talað um stolt bænda, gamla Tímann.

Ekki einungis að ruv sé hápólitískt, heldur er þar farið frjálslega með staðreyndir. Vinsælast er þó meðal starfsmanna á þeim bænum er þó þöggun. Þöggun yfir því sem kemur starfsfólki, persónulega eða sem heild, illa. Jafnvel þó staðreyndir liggi á borðum. Þöggun um málefni sem þetta sama fólk telur sig meiga beita nánast hvaða vopnum sem er, "til að upplýsa sannleikann", þegar þau snúa að öðrum. Engin íslensk fréttastofa og sennilega erfitt að finna erlendar, hefur til starfa hjá sér fólk sem annað hvort er á sakamannabekk og bíður dómsmála eða hefur orðið upplýst af skattaundanskotum. Og þó er forstöðumaður stofnunarinnar fyrrverandi yfirmaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögfræðingur að mennt.

Þegar kemur að pólitískri umræðu, þar sem enginn sannleikur finnst heldur einungis froðusnakk pólitíkusa sem vilja ganga í augu fólks, hallar svo á störf ruv að manni flökrar stundum. Þetta er augljósast í undanfar kosninga. Ekki einungis að sumir flokkar eigi betra aðgengi að ruv, heldur einnig hitt, hvernig fas og aðferðafræði stofnunin mismunar fólki með og hreinir þöggunartilburðir gagnvart sumum flokkum. Það mun sjálfsagt flestir eftir því "óhappi" er gleymdist að slökkva á hljóðnemum starfsmann, er verið var að raða í sæti fyrir kosningakappræðu. "Hvar á sá feiti að sitja" sagði þá einn starfsmaðurinn og átti þá við formann eins að stjórnmálaflokkanna. Þá þætti mér gaman að sjá einn fyrrverandi fréttamann, núverandi þingmann, taka á því að verða beittur sömu brögðum og hann viðhafði í stjórnmálaþætti, gegn öðrum formanni stjórnmálaflokks. Sá formaður stóð þá árás af sér, ekki víst að nýþingmaðurinn væri jafn hress með slíka meðferð í beinni útsendingu.

Það má lengi tala um ruv, en læt hér staðar numið á þeim vettvangi. Það er kannski táknrænt að íslenskur fjölmiðlamaður, sem starfar í stjórnum stærstu erlendra fjölmiðlanna, skuli árétta innan veggja ruv, mikilvægi þess að vanda skuli til frétta, að frétt sé frétt en ekki skoðun og að allir eigi að njóta réttmælis. Það er ekki vanþörf á í þeirri stofnun. En hugarfari verður ekki breytt. Mannaskipti verða að fara fram.

En aftur að upphafi pistilsins. Hvað er rétt og hvað er rangt. Það er ekkert endanlega rétt eða rangt. Hinn eini sannleikur er ekki til og verður aldrei til. Það sem eitt sinn þótti sannleikur þykir fyrra í dag. Staðreyndir eru einungis það sem við vitum í dag. Kannski vitum við eitthvað betur á morgun. Sá sem telur sig finna hinn eina rétta sannleik er kominn á annað stig, hefur öðlast trú. Trúi og sannleikur er sitt hvað og á sjaldnast saman.

Vísindi byggja fyrst og fremst á forvitni, að vilja vita meira en áður. Mannkynssagan er full af dæmum þess að slík forvitni hafi breytt almennri trú á sannleikann, en einnig full af dæmum þess hversu erfitt getur verið að breyta slíkri trú. Erfitt getur verið að koma fram með nýjan sannleik. Þeir vísindamenn sem segja að eitthvað sé endanlegur sannleikur eru ekki vísindamenn. Þeir hafa glatað forvitninni. Þeir eru trúboðar.


mbl.is Eru fjölmiðlar að fjalla um það sem skiptir máli?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Pílatus spurði Jesú. Hvað er Sannleikur?

Hann trúði því að Sannleikurinn væri til og vildi finna Hann.

Að vera eða að vera ekki.

Þessi orð Shakespere segja allt sem segja þarf.

Sannleikurinn ER, samanber nafn Guðs: ÉG ER.

Það ER ekki, sem fyrirfinnst ekki, lygin.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 29.9.2023 kl. 13:40

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Gunnar.

Af því þér varð tíðrætt um RUV og tilætlaðan óvilhallleika þess, er rétt rifja það upp að þegar núverandi Bessastaðagufa var kosinn öryggisventill þjóðarinnar.

Þá sá RUV sér leik á borði og skipti frambjóðendum í tvo jafnstóra hópa, þá verðugu og þá óverðugu sem fengu mislangan tíma til að kynna sig, þó svo að allir hefðu þeir tilskilin meðmæli til framboðs frá þjóðinni.

Þannig að RUV hefur um langt skeið tekið hinni gamalfrægu Pövdu langt um fram í því að mismuna sjónarmiðum.

Magnús Sigurðsson, 29.9.2023 kl. 20:28

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Mikið rétt Magnús, þessi ósómi hefur staðið yfir um langt skeið. Munum einnig umræðuna um icesave, þar tók fréttastofa ruv afgerandi afstöðu þó þjóðin hefði annað um málið að segja. Þau eru mörg dæmin. ESB umræðan á einstakann þátt í hjörtum fréttamanna ruv og láta þeir sjaldnast styggðaryrði falla um það batterí.

Gunnar Heiðarsson, 29.9.2023 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband