Byggt fyrir unga fólkið

Mikill skortur er á íbúðahúsnæði í borginni, einkum fyrir ungt fólk sem er að koma sér upp sinni fyrstu íbúð. Reykjavíkurborg einblínir að mestu á þéttingu byggðar, þar sem byggingakostnaður er mun hærri en ella. Undantekningar eru þó á þessu og sum svæði sem tekin eru til uppbygginga eru ósnortin, þ.e. ekki verið að byggja innanum önnur hús. Þetta á við um uppbyggingu svokallaðs Valsreits, eða við enda neyðarflugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Þarna ætti því byggingakostnaður að vera tiltölulega lágur.

Í fréttinni kemur fram að uppbygging svæðisins muni kosta 77 þúsund milljónir. Einnig kemur fram í sömu frétt að heildarfjöldi íbúða, þegar svæðið hafi verið byggt að fullu, muni verða um 600. Með einföldum reikningi má því segja að kostnaður við hverja íbúð muni verða tæplega 130 milljónir og ofaná þá upphæð reiknast síðan einhver þóknun til hinna svokölluðu "Valsmanna". Varla eru þeir að standa í þessu brasi til samfélagshjálpar. Og ekki má heldur gleyma "ófyrirséða kostnaðnum" sem er einkenni okkar íslendinga, sér í lagi í stærri framkvæmdum.

Til að gæta sanngirnis er rétt að taka fram að til frádráttar á þessum einfalda reikning um kostnað hverrar íbúðar, mun eitthvað af verslunar og fyrirtækjahúsnæði einnig vera á svæðinu. En jafnvel þó það lækki eitthvað meðalverð íbúða á svæðinu, er ljóst að það mun slaga hátt í 100 milljónir hver íbúð, að meðaltali.

Segið svo að borgaryfirvöld séu ekki að hugsa um ungafólkið, fólkið sem ekki kemst úr foreldrahúsum. Það mun auðvitað flykkjast til að kaupa þessar "hræ ódýru" íbúðir.

Skítt með þó ein af lífæðum landsbyggðafólks sé skorin. Vinir borgarstjórnarmeirihlutans þurfa auðvitað sitt og ganga fyrir.


mbl.is 77 milljarða króna framkvæmd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 ég held að þessi stefna um að byggja í í hverjum einasta fermetra í borginni komi í bakið á mönnum seinna, erlendis láta menn stór auð svæði í friði til að borgarbúar geti komið saman og notið þess að vera í almenningsgarði. Valsmenn fá örugglega sitt, það er ekkert gefið af kærleik eða neitt svoleiðis, það er bara verið að falbjóða allt sem mögulegt er, en saga af konu á landsbyggðinni sýnir að völlurinn bjargaði lífi hennar, hefði hún lent í Keflavík og þurft að keyra upp í Landspítala væri hún sennilega ekki meðal vor í dag.

einar (IP-tala skráð) 22.4.2017 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband