Kata Júl

Í Fréttablaði Jóns Ásgeirs er drottningarviðtal við Kötu Júlísdóttur. Hvort þarna er verið að bjóða lesendum blaðsins upp á nýjan kandídat í stað hins óvinsæla formanns Samfylkingar, veit ég ekki, ekki heldur hvort það tilboð er í boði eiganda Fréttablaðsins. Hann átti vissulega sterk tengsl inn í þann flokk meðan "allt lék í lyndir", árin fyrir hrun.

Það er annars nokkuð merkilegt að lesa þetta viðtal og víst að Kata fer um víðan völl. Í stuttu máli má þó segja að boðskapur hennar sé sá að vanda Samfylkingar megi einkum rekja til tveggja hluta, Pírata og skoðanakannana. Að vísu vill hún meina að formenn fiski misvel og þannig má kannski segja að hún kenni formanninum um, svona undir rós.

Hún sjálf á þó engan þátt í vanda flokksins, enda bara varaformaður. Því geti hún vel tekið við veiðistönginni af óvinsæla formanninum og víst að hún mun verða fisknari á atkvæðin.

Það er aumt þegar stjórnmálamenn geta ekki viðurkennt eigin mistök og getuleysi og þurfa alltaf að finna sökudólga. Aumast er þó þegar þeir finna stæðsta sökudólginn í vinum sínum og nánustu samstarfsfólki. Þannig er komið fyrir Samfylkingunni. Engum þar innandyra dettur í hug að leita raunverulegra orsaka þess að flokkurinn er að þurrkast út úr íslenskum stjórnmálum, heldur ráðast þeir gegn hver öðrum, bæði opinberlega sem og bak við tjöldin. Meðan svo er, þarf Samfylkingin ekki að spá mikið í hvaða stóla þeir eigi að velja sér í þingsal, að loknum næstu kosningum. Þar verða engir stólar merktir þeim flokk.

Fyrir þann sem stendur utan Samfylkingar er vandi þess flokks ofureinfaldur og hafa margir bent á hann. Þessi flokkur er ekki flokkur jafnaðarfólks eða krata, þessi flokkur er flokkur lítils hluta menntaelítunnar. Strax við stofnun Samfylkingar var byrjað að skrifa lokaorð flokksins. Mörg og mismunandi stjórnmálafélög stóðu að stofnun flokksins og fyrstu árin var helst horft á að fulltrúar allra þessara fylkinga hefðu einhver ítök og hellst menn efst á blaði í kosningum, að jafnræðis væri gætt milli fylkinganna, jafnvel þó sumar þeirra hefðu mjög takmarkað fylgi að baki sér. Með þessu var jafnaðarsjónarmiðinu ýtt til hliðar og tengsl við hinn almenna kjósanda, sem þá stefnu aðhylltist, slitin.

Þegar á leið náði menntaelítan sífellt meiri tökum á flokknum. En menntaelítan hefur tiltölulega fá atkvæði. Þegar svo sífellt fleiri innan menntaelítunnar snúa baki við flokknum, verður lítið eftir af honum.

Engu skiptir hvort skipt verður um formann í Samfylkingunni, það mun ekki auka fylgi þess flokks að ráði og alls ekki til lengdar. Samfylkingin var við völd hrunárið og hjá þeirri staðreynd getur flokkurinn ekki flúið. Þetta þekkja fyrrum kjósendur þessa flokks, sem og hvernig samstarfið var á kjörtímabilinu sem á eftir kom. Samfylking getur því hvorki starfað með flokkum til hægri né vinstri.

Samfylking er dauðadæmd. Kratar þessa lands mun finna sér annan kost, eða opna nýjan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 það verður engum til happs að troða á gömlum íslenskum gildum,og það með offorsi. 

Helga Kristjánsdóttir, 6.2.2016 kl. 03:33

2 identicon

Alveg ertu með þetta.  Kaldlynd og sjálfhverf menntaelítan með sitt vanalega Laxnessblæti vill láta fara vel um sig á fyrsta farrými og líta niður á pöpulinn.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.2.2016 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband