Og landsmenn fá timburmenn

Það liggur fyrir að síðustu misseri fyrir hrun streymdi fé úr landi, til hinna ýmsu skattaskjóla út um heiminn. Enn hafa menn á því misjafnar skoðanir hvort þarna hafi alltaf verið farið að lögum í þessu fjárflutningum, en enginn efast um hver áhrif þessa voru á íslenska fjármálakerfið og þjóðina.

Ekki hefur gengið vel að ná þessu fé til baka eftir dómstólaleiðinni, þó einstaka gerandi þessara fjárflutninga hafi hlotið dóma. Síðustu ríkisstjórn datt það snjallræði í hug að verðlauna þá sem kæmu færandi hendi með þessa fjármuni, til landsins aftur og gaf veglegan afslátt á gjaldeyrisfærslunni, þannig að hver innflutt króna var 20% verðmeiri en sú sem fyrir var í landinu og landsmenn þurftu að lifa af. Var þetta rökstutt með því að þessar innfluttu krónur, sem áður höfðu verið fluttar út með vafasömum hætti, væru nýttar til uppbyggingar atvinnu í landinu.

Víst er að margur nýtti sér þessa leið til að auka verðmæti þess fjár sem þeir höfðu áður komið úr landi. Í einstaka tilfellum var það nýtt til atvinnuuppbyggingar, stæðsti hlutinn fór þó til að komast aftur yfir þau fyrirtæki sem af þeim höfðu verið tekin og stendur sú vinna enn yfir á fullu. Svo voru sumir sem nýttu sér gjafmildi stjórnvalda til einkanota, eins og fanginn Sigurður Einarsson, sem nýtti þessa leið til að eignast aftur jörð og sumarhús í Borgarfirði, sem hann hafði komist yfir fyrir hrun en glataði í hamaganginum eftir það.

Þetta á svo sem ekki beinlínis við um fyllerí Seðlabankans þessi misserin, annað en með því er hann að skapa sömu skilyrði og fyrir hrun, með kolrangri vaxtastefnu. Þeirri sömu vaxtastefnu og átti þátt í að bankakerfið féll.

Hvorki Seðlabankinn né bankastjóri hans mun þó þurfa að díla við timburmennina, þeir munu að vanda lenda á hinum almenna landsmanni, með tilheyrandi skelfingu!


mbl.is Seðlabankinn „dottinn herfilega í það“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ójá þannig verður það en ég hef tröllatrú á að nú rísi almenningur upp,hálfu öflugri en seinast vegna Icesave og skyldum dæmum.-:)

Helga Kristjánsdóttir, 3.2.2016 kl. 23:18

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Já Helga. Eftir hverju ertu að bíða með að rísa upp?

Guðmundur Ásgeirsson, 4.2.2016 kl. 00:15

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Er það nú komment G.Á.! Hvernig heldurðu að tröllatrú mín virki? Á sek.sem skrifuð er? Það tekur færri kl.tíma að leggjast eins lágt og þú,eftir að hafa verið í baráttuliði esb,sinna. 

Helga Kristjánsdóttir, 4.2.2016 kl. 00:50

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hverskonar athugasemd er þetta nú eiginlega? Ég skil ekki hvaðan þú hefur það, að ég sé einhver ESB-sinni? Ef þú hefur einhverntíma lesið eitthvað sem ég hef skrifað þá er engin leið að draga af því neinar slíkar ályktanir. Vissirðu tildæmis að ég tók fyrir nokkrum árum þátt í að stofna flokk sem hafði þann sérstaka tilgang að berjast gegn því að Ísland gengi í ESB? Það virðist hafa tekist, þar sem nú er búið að slíta þeim viðræðum og engar fyrirætlanir upppi um að halda þeim áfram. Ég er sjálfur risinn upp, og það fyrir löngu síðan. Ég spurði þig einfaldlega eftir hverju þú værir að bíða með að gera það sama. Ef það hefur farið fyrir brjóstið á þér biðst ég innilega afsökunar. Það var ekki ætlun mín að móðga þig, heldur þvert á móti vildi ég hvetja þig til dáða.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.2.2016 kl. 00:58

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

´Ég er rétt byrjuð að lesa þetta þegar ég skynja að ég hef ekki orðað þetta skyljanlega. Ég man vel eftir þér einmitt í baráttunni gegn inngöngu í ESB. Eftir að hafa verið í baráttuliði gegn ESB.þar hnýtti ég sinna við. Svo sannarlega biðst ég afsökunar,en er auðvitað grútfúl yfir hverjum þeim sem,gengur til liðs við ESb,sinna og leyfi mér það út fyrir gröf og dauða. 

  Guðmundur minn Hreiðarsson,afsakaðu framhleypnina á bloggi þínu,Mb.Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 4.2.2016 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband