Hvar annars staðar en á Íslandi?

Hvar í heiminum, annars staðar en á Íslandi, þekkist að glæpamenn geti stundað sína iðju af fullum krafti, eftir að þeir hafa verið dæmdir sekir og sitja þann dóm af sér, bak við luktar dyr. Jú kannski í dekkstu hverfum sumra stórborga, þar sem mafían ræður ríkjum. Þó varla.

Allir hafa þessir menn tekið upp svokallaða JÁJ aðferð, enda gengur hún vel hér á landi. Þessi aðferð felst í því að nota eiginkonuna sem þerripappír á starfsemina.

Með þessari aðferð geta dæmdir stórglæpamenn stundað sína iðju af fullum krafti, meðan þeim er haldið uppi með fæði og húsnæði. Sumir þeirra ekki einu sinni með lögheimili hér á landi!

Það kemur vissulega upp kökkur í háls manns. Aldrei, allan þann tíma sem svokallaður Kolkrabbi og SÍS skiptu með sér eignum landsmanna, þurftu þeir sem þar voru í aðalhlutverkum, að fela sig bakvið pilsfald konu sinnar!!

 


mbl.is Fjárfesta í fjölda hótela
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband