Eðli - óeðli manna

Nú, þegar herra Ólafur Ragnar hefur gefið út að hann muni ekki sækjast eftir áframhaldandi forustu fyrir þjóðina, eru viðbrögð manna flest á einn veg. Honum er hælt.

En misjafn liggur þó að baki þessu hóli manna og flestir þeir sem teljast til vinstri í pólitík hæla herra Ólafi fyrir að ætla að hætta, meðan þorri þjóðarinnar hælir honum fyrir vel unnin störf og þakkar honum fyrir að standa vörð þjóðarinnar á einhverjum erfiðustu tímum sem þjóðin hefur lent í frá endurreisn sjálfstæðis.

En eðli manna er misjafn, eða öllu heldur óeðlið. Björn Valur Gíslason ritar pistil þar sem engar þakkir koma til forsetans, hvorki fyrir vel unnin störf né heldur að hann skuli nú ætla að víkja til hliðar. Þess í stað hraunar Björn Valur yfir forsetann og finnur störfum hans allt til foráttu. Svo óskammfeilinn er Björn Valur að undrun þykir, enda hann sjálfur vart nokkur engill eða dýrlingur í augum landsmanna.

Auðvitað getur öllum orðið á og verk forsetans eru ekki ógagnrýnaleg. En það er heildin sem ræður, stóru verkin og sannarlega vann forsetinn stórt afrek í kjölfar bankahrunins. Hann ferðaðist erlendis og hélt þar uppi vörnum fyrir land og þjóð, meðan þáverandi stjórnvöld höfðu ekki kjark til að reyna slíkar varnir. Þegar síðan okkar "vinaþjóðir" höfðu lagst á eitt með að láta þjóðina taka á sig ábyrgð óreiðumannanna og stjórnvöld gengist að þeirri kröfu "vinaþjóðanna", tók forsetinn eina stæðstu ákvörðun sem nokkurn tíman hefur verið tekin hér á landi og þá ákvörðun tók hann í andstöðu við stjórnvöld, menntaelítuna og fjölmiðla. Forsetinn tók þá ákvörðun að láta þjóðina ákvarða hvort hún vildi bera þessar byrgðar sem óreiðumennirnir höfðu búið til. Allir þekkja þá sögu.

En Birni Val hefur einnig orðið á í sínu lífi, bæði gagnvart sínum nánustu og einnig sínum kjósendum. Ekki hefur hann gert þau mál upp og það sem verra er hann virðist enn fastur í sínu svikafari.

Að bera saman herra Ólaf Ragnar og Björn Val er auðvitað ekki hægt, svo langt er milli þessara tveggja manna í mannkostum og heilindum. Og Björn valur er hræddur, hræddur við forsetann. Það sést í skrifum hans, þar sem hann telur að herra Ólafur muni ekki víkja af pólitíska sviðinu, þó hann yfirgefi Bessastaði. Það er gott að Björn Valur skelfist, mörðum er hollt að skelfast. Og vonandi reynist hann sannspár, vonandi mun herra Ólafur láta til sín taka í stjórnmálum sem lengst. Þjóðin hlustar!

Hafi herra Ólafur Ragnar eilífar þakkir fyrir sín verk í þágu þjóðar og lands!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband