Hvernig dettur þeim þessi vitleysa í hug?

Hvernig dettur ríkisstjórn Grikklands í hug að ætla þjóðinni að ákveða sín örlög? Þeir ættu að þekkja að orðin "kosning" og "lýðræði" fellur í grýttan jarðveg innan ESB. Eru nánast bannorð á þeim bæ.

Auðvitað fallast evru ráðherrar ekki á slíka lausn málsins. Annað hvort hlýða Grikkir því sem þeim er sagt, eða þeir geta dáið drottni sínum. Veröldin snýst ekki um velferð Grikkja, né annarra ríkja ESB og allra síst snýst hún um lýðræðislegar ákvarðanir, þar sem fólkið sjálft fær einhverju ráðið. Hjá evru ráðherrum snýst veröldin um það eitt að halda hinni dauðadæmdu evru á lífi, jafnvel þó fórna þurfi heilu þjóðunum til þess.

Þetta ætti ríkisstjórn Grikklands að vita, hafa áður þurft að sæta yfirgangi ESB þegar vísa átti máli til þjóðarinnar.

Nú heyrist í fréttum að Grikkir hafi slitið viðræðum, vegna þess að ríkisstjórnin ætlar að láta þjóðina sjálfa ráða sínum örlögum.

Þetta er lýsandi dæmi um hug ESB til lýðræðis og hvernig fjölmiðlar spila með.

 


mbl.is Fá ekki framlengingu á neyðarlánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Það er eithvað mikið að þessari hugleiðingu þinni Gunnar. Sjálfur varst þú hlinntur því áð íslenska þjóðin tæki ákvörðun um afstöðu íslendinga varðandi Icesave, þar sem framtíðar heill íslensku þjóðarinar var lagt í dóm, sem gat farið á hvorn vegin sem var. Grikkir eru ekkert að fjalla um svo óskylt mál, sem snýr að þeirra eigin skuldastöðu. Vissulega hafa þeir sínum skyldum að gegna, en það höfðu íslendingar einnig varðandi Icesave. Málið er að, vandamál grikkja eru notuð óspart af andstæðingum ESB, sem lýsandi dæmi em það, að ekki sé gáfulegt að fara þar inn. En að taka grikki sem dæmi, er fáránlegt sökum þess að staða grikkja er þeirra eigin, ekki annara. Sama með Ísland!  

Jónas Ómar Snorrason, 28.6.2015 kl. 08:38

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er ekkert að minni hugleiðingu, Jónas. Hún er í fullu samræmi við mínar skoðanir. Aðkoma þjóða að sínum málum er í mínum huga sjálfsagt réttlætismál og fagna ég því innilega að gríska stjórnin skuli velja þá leið. Það er hinn eini grunnur sem lýðræði getur byggt á. Hins vegar er hugleiðingin að ofan skrifuð með nokkru háði, en þó þeirri staðreynd að ríki innan ESB hafa ekki þann rétt í raun.

Þetta hafa bæði Grikkir og Ítalir þurft að sætta sig við, þar sem sjálfsögð lýðræðisleg réttindi þjóða innan ESB hafa verið af þeim tekin. Og nú er það að gerast aftur gagnvart Grikkjum.

Og vissulega má taka Grikkland sem víti til að varast gagnvart ESB. Ástandið hér á landi var ekki svo frábrugðið því sem var í Grikklandi, við upphaf heimskreppunnar, árið 2008. Hér, eins og þar, var búið að veðsetja allt í botn og gott betur. Það þarf ekki snilling til að sjá að ástandið hér á landi væri síst betra en í Grikklandi, ef við hefðum verið aðilar að ESB, að ég tali ekki um ef evran hefði verið okkar lögeyrir, haustið 2008.

Bara það eitt að þá hefði okkar réttur til að kjósa um icesave verið utan seilingar, nægir til að staðfesta það. Kröfuhafar gömlubankanna væru ekki nú að taka á sig einhverjar kvaðir til að fá sitt fé greitt, þeir væru þegar búnir að ná því út sem hægt er og gott betur.

Þá væri heldur ekki verið að deila um það nú hversu miklar hækkanir starfsfólk í heilbrigðisgeiranum á að fá, heldur hvernig hægt væri að halda uppi lágmarksþjónustu á því sviði.

Hugleiðing mín, hér fyrir ofan, er hugleiðing um sjálfstæði og lýðræðislegan rétt þjóða. Sá réttur er ekki til staðar innan ESB, ekki þegar á reynir. 

Kannski orð Schauble, fjármálaráðherra Þýskalands lýsi best gorgeiranum í þessu liði sem þykist öllu ráða. Hann segir að jafnvel þó Grikkir yfirgefi evruna þá munu þeir sennilega verða áfram innan Evrópu. Það er eins og þessi maður telji að ESB sé Evrópa og lönd utan sambandsins séu ekki hluti álfunnar. Þó eru nærri helmingur þeirra landa sem tilheyra Evrópu utan ESB, auk þess hluta Rússlands sem tilheyrir álfunni. Eða heldur Schauble kannski að hægt sé að rífa Grikkland upp og færa það til á hnettinum?

Það er akkúrat þessi gorgeir og það virðingaleysi sem ESB sýnir sjálfsákvörðunarrétt þjóða, sem mun á endanum leggja ESB í sína hinstu gröf.

Gunnar Heiðarsson, 28.6.2015 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband