Betri og bætt umræðuhefð, eða þannig

Brynhildur Pétursdóttir hefur farið mikinn á þingi og fjölmiðlum, síðustu daga. Ræðst hún þar að stjórnarliðum með orðaforða og málflutningi sem meir minnir á mælskukeppni í menntaskóla en alvarlega umræðu um þjóðfélagsmál, hvað þá af vörum alþingismanns. Þetta er víst hin bætta umræðuhefð sem Björt framtíð boðar.

Í þessari frétt ber Brynhildur saman styttur, væntanlega af einhverjum listrænum toga, við vegakerfi landsins. Hvernig getur svo grunnhyggið fólk komist inn á þing?

Steingrímur er nú á móti auknu fjármagni til umbóta á ferðamannastöðum og bætingar þjóðvegakerfisins. Það er svo sem í fullkomnu samræmi við hans sjónarmið meðan hann var fjármálaráðherra, enda ástand þessara málaflokka í algjörum molum frá stjórnartíð hans. En þessi málflutningur hans er þó ekki í samræmi við hvernig hann hefur talað á Alþingi, frá því hann yfirgaf ráðherrastólinn. Frá þeim tíma hefur Steingrímur kvartað mikinn yfir fjárskorti til þessara málaflokka.

Þá kvartar Steingrímur yfir að fjárlög haldi ekki og aukafjárlög skuli nýtt í þessum tilgangi. Honum væri hollt að skoða hvernig staðið var að fjárlögum og aukafjárlögum, þau ár sem hann sjálfur hafði með þann málaflokk að segja. Það er hætt við að honum blöskraði ef einhver færi að hans eigin fordæmi.

Það er klárlega ekki sama hvoru megin borðsins þessi maður er, þegar að orðum og athöfnum kemur. Nýjustu fréttir staðfesta síðan að í ráðherratíð sinni hafi honum tekist að fremja eitthvað stæðsta stjórnsýslubrot sem nokkurn tímann hefur verið framið, hér á landi.

Landsdómur hvað?


mbl.is Forgangsraðað í þágu innviðanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mér fannst nú Gunnarsstaða Móri "kóróna" allt, þegar hann talaði um að ríkisstjórnin hefði ekki haft HEIMILD til að veita fjármunum í lagfæringu ferðamannastaða.. laughing

Jóhann Elíasson, 28.5.2015 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband