Steingrímur og virðing Alþingis

Stóryrði og gífuryrði hafa aldrei verið langt frá munni Steingríms og gjarnan hnefinn steyttur, þó einungis einu sinni, svo vitað sé, að hann hafi látið hann lenda á pólitískum andstæðing, innan sal Alþingis. Það verður seint sagt að þessi maður hafi lagt sig fram um að auka virðingu Alþingis, eða verið maður sátta þar innan dyra.

Þegar hann og félagar í stjórnarandstöðunni taka dag eftir dag undir umræður um fundarstjórn forseta, er lítið annað rætt á meðan. Afköst þingsins verða ekki mikil meðan fámenn stjórnarandstaðan heldur því í slíkri gíslingu.

Hafi einhver stjórnmálamaður einhvertímann hagað sér sem krakki með bensínbrúsa og eldspýtur, þá á Steingrímur Jóhann þann heiður. Það er ekki svo langt um liðið frá því hann barðist um á hæl og hnakka við að halda gangandi "tærri vinstristjórn" í eitt heilt tímabil. Starfsaðferðir hans þá og framkoma var ekki beint til sóma fyrir Alþingi eða þjóðina. Svik við eigin flokk og kjósendur hans voru af þeirri stærðargráðu að magnað er að honum hafi tekist að lauma sér aftur inn fyrir dyr Alþingis, með fylgi upp á innan við 200 atkvæði

Hér á landi er lýðræði, þjóðin kýs sér fulltrúa til að stjórna landinu. Þetta umboð gildir í fjögur ár, sama hvað skoðanakannanir segja. Síðast þegar þjóðin kaus voru skilaboðin skýr og menn ættu því að haga sér samkvæmt því. Næsta tækifæri kemur í næstu kosningum, þangað til er umboðið frá þjóðinni hjá núverandi stjórnarherrum.

 


mbl.is „Krakki með bensínbrúsa og eldspýtur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Rökvillan felst í því að segja, að þessi stjórn hafi verið valin af kjósendum í síðustu kosningum þegar það er forsetinn, sem fer með stjórnarmyndunarvaldið, ekki kjósendur.

Menn geta talað og talað um ástandið á Alþingi og virðingu stjórnmálamanna en ef ekki verða gerðar nauðsynlegar breytingar á stjórnarskránni þá munum við lifa við svona ástand næstu áratugi.

Eftir 20-30 ár verður búið að skipta um þjóð í landinu og þá þarf ekki að hafa áhyggjur af lýðræðisumbótum.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 26.5.2015 kl. 19:00

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Jóhannes og takk fyrir innlitið.

Það er vissulega rétt hjá þér, forsetinn veitir umboð til stjórnarmyndunnar. Stundum er sú veiting erfið og ekki alltaf í samræmi við niðurstöðu kosninga.

Hins vegar voru skilaboð kjósenda mjög skýr í síðustu kosningum og því auðvelt fyrir forsetann að veita þetta umboð. Kjósendur höfnuðu með eftirminnilegum hætti þeim flokkum sem þá voru við völd, svo eftirminnilega að sumir töluðu um náttúruhamfarir í því sambandi.

Um athugasemd þína um breytingu á stjórnarskránni, þá á stjórnarskráin auðvitað alltaf að vera í endurskoðun. Hún getur aldrei orðið endanleg. Hvort breyting á stjórnarskránni geri menn kurteisari og betri á Alþingi, fæ ég ekki séð. Þar er vandinn fyrst og fremst fólkið sjálft sem þangað velst. Sumt hagar sér með þeim hætti að réttast væri að rassskella það á opinberum vettvangi.

Við skulum svo vona að lýðræðið verði enn hér á landi eftir 20-30 ár. En það er auðvitað í höndum okkar sjálfra. Hart var sótt að lýðræðinu á síðasta kjörtímabili og víst að ef þeir flokkar komast aftur að völdum gæti lýðræðið okkar verið í stórri hættu.

Gunnar Heiðarsson, 27.5.2015 kl. 08:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband