Evran er tálsýn

Flestir landsmenn ættu að muna orð sumra heitustu aðildarsinnana um að evrukreppan væri búin. Reyndar byrjaði æðsti aðildarsinninn, Össur Skarphéðinsson, að þylja þá klausu strax við upphaf vandræða evruríkja, en það er annað mál.

Aðrir létu duga að fara með þessa rullu síðar, eða þegar sagt var að bankakerfi evrulanda væri bjargað. Þá var að þeirra mati evrukreppan búin. Fyrir þessu fólki skipti litlu máli þó allt að 60% atvinnuleysi ríkti meðal yngra fólks í sumum evrulöndum, það var víst ekki kreppa.

Síðan þessi söngur aðildasinna stóð sem hæðst hefur atvinnuleysi lítið sem ekkert dregið saman meðal evruríkja og mörg þeirra sem búa við atvinnuleysi sem að öllu jöfnu myndi leggja hvaða þjóðríki á hausinn. Atvinnuleysi sem er af þeirri stæðrðargráðu sem við hér á Íslandi getum ekki með nokkru móti gert okkur grein fyrir. Atvinnuleysi sem gerir kreppuna miklu á millistríðsárunum nánast hlægilega.

Allt fram til dagsins í dag hefur þó verið hægt að halda fram, með smá skreytni, að bankakerfinu hafi verið bjargað og þeim hluta kreppunnar afstýrt. Að vísu hefur sú björgun verið almenning þung, enda þeir þurft að bera byrgðar hennar, auk atvinnuleysisins.

En nú virðist sem þessi "björgun" hafi brugðist. Bankakerfi evrulanda er ekki eins traust og fram hefur verið haldið. Beytt er brögðum til að fegra bækur bankanna og þegar það kemst upp kippa fjárfestar að sér höndum. Þetta var tálsýn. Evrukreppan er enn jafn djúp og áður. 

Auðvitað munu Össur, Árni Páll, Þorsteinn, Benedikt, Gylfi Arnbj. og allir ástsjúku ESBsinnanrnir finna einhver rök gegn þessari frétt, rök gegn því að evran er handónýtur gjaldmiðill. En þau rök þeirra verða jafnhaldmikil og þau sem á undan hafa komið.

Evran er og verður alltaf tálsýn, ekkert mun fá því breytt. Einungis spurning hversu lengi þetta krabbamein fái að naga innviði Evrópu og hvort takist að snúa á rétta leið án hörmunga stríðs. 


mbl.is Evrópskir fjárfestar óttaslegnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband