Þroskuð afstaða

Það er ekki oft, nú til dags, að yfirlýsingar frá framkvæmdastjórn ESB geti talist þroskaðar eða lýðræðislegar. Það má þó segja að þessi ummæli Barroso séu í þá veru.

Hér fór fram lýðræðisleg kosning til Alþingis. Þeir flokkar sem mest töluðu fyrir inngöngu Íslands í ESB hlutu ekki náð þjóðarinnar og sá flokkur sem hefur haldið um umsóknarferlið fékk afhroð. Sumir þingmenn þess flokks hafa skilgreint þetta sem hamfarir. Eðli málsins samkvæmt eru þetta þó ekki náttúruhamfarir, heldur hamfarir af mannavöldum, skapaðar af flokksmönnum sjálfum.

Þessi kosning tók af skarið með vilja þjóðarinnar til aðildar að ESB. Um það þarf vart að deila lengur. Það er því fagnaðarefni að Barroso skuli nú taka af öll tvímæli um hvaða áhrif það muni hafa á samvinnu milli Íslands og ESB og ríkja þess, að aðildarviðræðum skuli hætt, a.m.k. í bili. Eins og flestir ættu að muna þá hélt fyrrverandi utanríkisráðherra því fram fyrir kosningar að stöðvun aðildarviðræðna gæti haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir þessi samskipti. Undir þetta tóku margir kratar, í öllum flokkum. Nú hefur Barroso sagt að svo muni ekki verða, að samskiptin verði ekki síðri en hingað til og óskar jafnvel eftir enn betri samskiptum. Hvort hann á þarna við að samskiptin undir stjórn Össurar hafi kannski ekki verið nægjanlega heiðarleg, skal ósagt látið.

Flestir Íslendingar, hvort sem þeir eru á móti aðild eða ekki, vilja góð samskipti við Evrópuþjóðir, sem og allar aðrar þjóðir. Því ber að fagna þessari yfirlýsingu Barroso.

 


mbl.is Barroso hlakkar til samstarfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband