Loksins, loksins!!

Þessi orð hljómuðu af vörum fréttamanns stöðvar tvö, þar sem hún gekk galvösk yfir grasivaxið torg í Reykjavík, veifandi pappírum. Þessi frétt byrtist á skjá fréttastöðvarinnar að kvöldi þess dags er atkvæðagreiðsla á Alþingi, undir vendi forsætisráðherra, hafði farið fram um aðildarumsókn að ESB, í júlí 2009.

Loksins, loksins mætti kalla á torgum núna, þegar loks hefur tekist að stöðva þessa aðför að lýðræðinu og ljóst að ekki verður aftur farið af stað í þessa vegferð nema með aðkomu og vilja þjóðarinnar. Það hefur tekist að verja lýðræðið, það hefur tekist að koma ákvarðanavaldinu um aðildarumsóknina til kjósenda.

En stríðið er fjarri því unnið, þó sigur hafi orðið í þessari orustu. Aðildarsinnar munu nú sem aldrei fyrr halda uppi áróðri sínum, eru reyndar hafnir þá vinnu af fullum krafti. Samtök verslunar og þjónustu hafa hafið leikinn og víst að aðrir munu fylgja á eftir.

Því er mikilvægt fyrir okkur sem viljum landi og þjóð heilla og erum andstæð því að undirgangast erlent heimsvaldasamband, að vera vakandi. Þar til að þeirri stund kemur að þjóðin verði spurð hvort halda skuli áfram viðræðum eða hætta þeim að fullu, verður að svara hverri þeirri ógn og hverri þeirri áróðursbrellu sem aðildarsinnar reyna að koma inn hjá þjóðinni.

 

Fögnum þessum áfangasigri og höldum vöku okkar!


mbl.is Aðildarferlið verður stöðvað strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Sigfússon

Já, loksins Þjóðaratkvæðagreiðsla:)

Gunnar Sigfússon, 22.5.2013 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband