Íslenska leiðin betri

Philippe Pochet, framkvæmdastjóri Evrópusamtaka verkalýðsfélaga, kveður skýrt um að íslenska leiðin út úr kreppunni sé betri en önnur Evrópuríki í vanda hafa þurft að fara. Kannski hann geti komið þessum sannleik inn í haus kollega síns hér á landi, Gylfa Arnbjörnssyni.

En í hverju felst þessi svokallaða íslenska leið? Því er fljótsvarað, eiginn gjaldmiðli og þeim bráðabyrgðalögum sem fyrri ríkistjórn setti við fall bankanna. Þessir tveir þættir eru grunnur þess að okkur tókst að komast hjá þjóðargjaldþroti og hefði getað verið grunnur þess að við værum nú langt komin að vinna okkur út úr kreppunni, ef það ólán hefði ekki bæst við bankahrunið að hér komst vinstri afturhaldsstjórn að völdum.

Allt það tímabil sem fráfarandi ríkisstjórn hefur starfað, hefur hennar meginmarkmið verið að koma krónunni fyrir kattarnef og taka upp hina dauðvona evru í staðinn. Enn er til fólk sem trúir því bulli, fólk sem virðist ekki geta með nokkrum mun meðtekið staðreyndir, heldur lætur trúarofsann ráða för.

Einn þeirra sem er svo forfallinnin í þessari villutrú er forseti ASÍ, sem telur allt muni batna ef við bara göngum í ESB og tökum upp evru. Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvort framkvæmdastjóra Evrópskra verkalýðsfélaga tekst að koma vitinu fyrir hann.

Fráfarandi ríkisstjórn þreytist seint á að hæla sér fyrir þann árangur sem náðst hefur. Þó má segja að sá litli árangur sé í raun kraftaverk, miðað við verk þessarar ríkisstjórnar. Allt sem gert hefur verið af hennar hálfu, hefur miðað að því að vinna gegn þeim þáttum sem þennan ábata hafa gefið!

Það kann varla mikilli lukku að stýra þegar ríkisstjórn tveggja flokka, annars sem er blindaður af hatri gegn öllum pólitískum andstæðingum sínum og hinn er blindaður af öfgatrú á ESB og evrunni. Slíkt samstarf getur ekki leitt af sér neitt gott, enda sannaðist það í kosningunum þann 27. apríl, þegar íslandsmet var slegið í tapi sitjandi stjórnarflokka. Þjóðin dæmdi þessa ríkisstjórn haturs og öfgatrúar.

Það er deginum ljósara að Ísland væri komið lengra ef hér hefði verið ríkisstjórn heilbrigðs fólks, fólks sem lætur ekki blindni og trúarofstæki ráða för. Ef hér hefði verið ríkisstjórn framfara í stað afturhalds.

Það er ofmælt að segja að hér hafi orðið mikill árangur, þó vissulega megi segja að ástandið hér sé margfallt betra en hjá mörgum ríkjum ESB. Vissulega hefur peningabákninu vegnað vel, en það er fyrst og fremst á kostnað almennings.

Hvar Pochet hefur þær upplýsingar að velferðarkerfið hjá okkur sé í góðum málum er spurning. Það rímar ekki við þá staðreynd að heilbrigðiskerfið er nánast við dauðans dyr. Það er sjálfsagt betra en hjá sumum ríkjum ESB, þar sem heilbrigðiskerfið er hrunið með öllu, ásamt menntakerfinu. En að halda því fram að það sé gott hjá okkur er vissulega ofmælt.

Meginmálið er þó það að krónan hefur gert okkur gott, meðan evran er að leggja önnur lönd í rúst!

 


mbl.is Íslenska leiðin gefið betri niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ágæt hjá þér Gunnar Heiðarsson, takk fyrir.  Auðvita ætti Steingrímur að vera í fangelsi fyrir að stela sannleikanum, og Jóhanna og Össur á afruglara hæli.  En Gylfi getur ekkert gert við sínu rugli, frekar en fólkið sem velur hann.  

Hrólfur Þ Hraundal, 19.5.2013 kl. 08:39

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Takk Hrólfur.

Það má telja upp fjölda mála sem Steingrímur hefur staðið að sem ráðherra er gætu telist lögbrot eða jafnvel landráð. Icesave, sparisjóðirnir, gjöf á tveim af þrem stæðstu bönkum landsins til erlendra vogunnarsjóða og margt fleira má telja.

Icesave og hvernig að því máli var unnið af hálfu Steingríms á fullt erindi fyrir Landsdóm. Hvernig hann afgreiddi einn og óstuddur, framhjá Alþingi, gjöfina til vogunnarsjóðina, ætti að vera hreint og klárt sakamál, í afgreiðslu sérstaks saksóknara.

Um Jóhönnu þarf ekkert að skrifa. Hún er að yfirgefa stjórnmálin með þeirri skömm sem hún hefur unnið til.

Það má vissulega segja að Össur skorti afruglara, en sennilega er enginn nægjanlega öflugur til að ná ruglinu úr honum. Hugsanlega betra að láta hann sitja fyrir Landsdómi með Steingrími.

Einhvernveginn kemst ég alltaf í vonnt skap þegar minnst er á Gylfa Arnbjörnsson. Þetta skapast kannskli vegna þeirrar staðreyndar að hluti minna launa far í vasa þessa manns, er einn af þeim sem borga honum laun. Þó hef ég aldrei komist nálægt því að hafa áhrif á hvort þessi maður sé í minni þjónustu eða ekki.

Uppbygging ASÍ er með þeim ósköpum að hver sem þar kemst að völdum getur safnað um sig hirð. Það er svo þessi hirð sem sér til þass að völdin haldist. Launafólk, það fólk sem heldur uppi batterýinu, hefur ekkert með það að segja hver þar fer með völdin. Þetta er auðvitað gjörsamlega út í hött!

Forseti ASÍ og stjórn sambandsins á að  vera kosin af launþegum, þeim sem aðild eiga að sambandinu. Framkvæmdin er einföld og ekkert í raun til fyrirstöðu að þessi breyting verði gerð, nema auðvitað hirðin hans Gylfa. Slík breyting á lögum um ASÍ þarf að fara í gegnum þessa hirð og því strandar málið alltaf þar.

Nokkur umræða hefur verið hjá sumum stéttarfélugum að draga sig út úr ASÍ. Til að slíkt lami sambandið og geri stjórn þess og forseta valdalausann með öllu, þurfa þó fleiri stéttarfélög að fylgja með í úrsögn. Þessi leið er í raun eina leiðin til að þagga niður í Gylfa. Önnur er ekki fær.

En þessi leið hræðir margann, sama hversu heitt þeir vilja Gylfa frá völdum. ASÍ eru heildarsamtök launafólks í landinu og eiga að vera samnefnari þeirra. Því óttast margir hver afleiðing þess að splitta sambandinu upp gætu orðið.

Hitt er ljóst að eins og ASÍ er rekið í dag er sambandið ekki samnefnari eins eða neins, þetta er einkaklúbbur Gylfa og hans hirðar. Þennan klúbb notar Gylfi sem sinn einkastjórnmálaflokk.

Því ætti enginn í raun að óttast þó sambandinu yrði splittað upp. Á grunni þess gæti verið hægt að byggja ný hagsmunasamtök og það með þeim hætti að svona staða gæti ekki komið upp aftur. Hagsmunasamtök þar sem stjórn væri ráðin og rekin af launafólkinu sjálfu. Samtök þar sem einhver hirð gæti aldrei náð völdum!

Í öllu falli verður með einhverjum ráðum að koma Gylfa og hans hirð frá völdum. Skaðinn sem þetta fólk hefur valdið verkalýðshreyfingunni er orðinn nægur og kominn tími til að stöðva þá þróun!!

Gunnar Heiðarsson, 19.5.2013 kl. 20:02

3 identicon

En í hverju felst þessi svokallaða íslenska leið? Því er fljótsvarað, látum heimilin í landinu taka á sig byrðarnar frekar en ríkisvaldið. Förum ekki að leggja á stjórnvöld það álag að þurfa að beita agaðri hagstjórn, heimilin borga. Hvergi í Evrópu eru heimilin eins illa stödd, skuldug og í vanskilum eins og á Íslandi. Engin stjórnvöld í Evrópu hafa komist upp með að gera eins lítið og þau Íslensku til að bæta hagstjórnina og ríkisfjármálin. Hvergi annarstaðar í Evrópu hefur lífeyrissparnaður og annar sparnaður almennings nær algerlega horfið í greiðslur skatta og lána og til að framfleyta fjölskyldum eftir gríðarlega launalækkun vegna gengishruns. Hvergi í Evrópu féllu lífskjör eins mikið og á Íslandi og í dag eru jafnvel Grikkir, Spánverjar og Írar að vinna sig hraðar upp í lífskjörum en Íslendingar. Írar þegar komnir fram úr Íslendingum í lífskjörum.

Það er auðvelt að halda Íslensku leiðina besta þegar aðeins eru teknar tölur um stöðu ríkissjóðs. Þá er allt í góðu lagi, atvinnumálin og velferðarkerfið góðum málum og allir happy.

Meginmálið er þó það að krónan hefur gert ríkissjóði gott, meðan heimilunum blæðir og unga fólkið fer úr landi! Og Evran hefur gert ríkisstjórnum Evrópu erfitt meðan almenningur þar heldur betri lífskjörum. Það er ekki að ástæðulausu að yfir 80% almennings í verst stöddu Evrulöndunum vill halda í Evruna.

Arnar (IP-tala skráð) 19.5.2013 kl. 20:29

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er kannski smá misskilningur hjá þér Arnar, þó taka megi undir efni þinnar athugasemdar.

Íslenska leiðin felur ekki í sér að láta heimilin taka á sig byrgðarnar, það var verk fráfarandi ríkisstjórnar. Það sem hefur haldið okkur á floti er krónan og bráðabyrgðalögin, auk auðvitað sú staðreynd að þær ríkisstjórnir sem hér voru við völd síðasta áratuginn fram að 2007, sem höfðu tekist það magnaða verk að greiða niður allar erlendar skuldir ríkissjóðs.

Vegna stöðu ríkissjóðs vorið 2007 var hægt að koma í veg fyrir þjóðargjaldþrot rúmum tveim árum síðar.

Krónan hefur gert mögulegt að leiðrétta gengið gjaldmiðils okkar til samræmis við getur hagkerfis okkar. Genginu hafði verið haldið allt of háu um nokkurt skeið fram að hruni, með löglausum aðgerðum bankanna. Það varð því ekki gengisfelling hjá okkur, heldur gengisleiðrétting.

Það virðast allir hafa gleymt þeirri staðreynd að bráðabyrgðalögunum var ætlað að standa vörð fólksins í landinu og byggja það upp. Fyrsta var byrjað að tryggja fjármálakerfið og síðan átti að taka á vanda landsmanna sjálfra, m.a. stökkbreyttum lánum, að hluti þess afsláttar sem bankarnir fengu af lánasöfnunum skildi skila til lántakenda. Því miður fyrir okkar þjóð þá enntist ríkisstjórninni ekki líf til þess og má eigna Samfylkingu alla sök á því. Hin tæra vinstristjórn sem við tók ákvað hins vegar að fylgja ekki eftir þessum bráðabyrgðalögum, a.m.k. ekki er varðar þjóðina sjálfa, heldur sneri sér að því að efla fjármálakerfið enn frekar. Þetta bitnaði á þjóðinni.

Það má því þakka þeirri ríkisstjórn sem var hér við stjórn þegar bankarnir hrundu og ríkisstjórnum þar á undan, fyrir þann árangur sem þó hefur náðst. Fráfarandi ríkisstjórn gerði allt sem henni datt til hugar svo þann árangur mætti eyðileggja, en tókst ekki. Það var getuleysi fráfarandi ríkisstjórnar að þakka að ekki fór verr, að það tókst að halda að mestu í þann árangur sem grunnur var lagður að af þeim sem fóru með völdin á undan henni.

Nú er verið að mynda nýja ríkisstjórn og hennar verk verður að halda áfram þar sem frá var horfið. Þetta verkefni verður þó erfiðara, þar sem fjórum árum hefur verið kastað á glæ.

Gunnar Heiðarsson, 19.5.2013 kl. 21:15

5 Smámynd: Gunnar Sigfússon

Til að meta árangur leiðana er einfalt mál að skoða hvaða þjóðir eru í gjaldeyrishöftum / fjármagnshöftum. Því fyrr sem þær fara (og stöðuleiki helst) því betri voru aðgerðirnar. Ekki að sjá ennþá neinn árangur af þeim að gerðum sem hingað til voru gerðar, nú eru bæði fyrirtæki og ríkið skuldsett upp í topp.

Gunnar Sigfússon, 20.5.2013 kl. 17:33

6 identicon

Vona að fólk í íslensku verður að leysa vandamál og farsælt daglegur!

high replica (IP-tala skráð) 22.5.2013 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband