Hégómagirnd eða svik ?

Er Bjarni að vísa á bug samstarfi við Framsóknarflokk? Er að rætast ótti þeirra sem telja Bjarna horfa frekar til Samfylkingar og ESB? Eða er það svo að Bjarni geti ekki hugsað sér stjórnarsamstarf við flokk sem er jafn stór, eða jafnvel stærri en hans eiginn flokkur?

Það vakna óneitanlega hjá manni spurningar þegar Bjarni segir að fylgisaukning við Framsóknarflokkinn auki ekki líkur á stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.

Þá væri gott ef Bjarni útskýrði nánar og jafnvel vitnaði til þeirra ummæla sem hann segir fulltrúa Framsóknar hafi viðhaft, um að sá flokkur horfi til vinstri. Framsóknarflokkur hefur skýra stefnu í ESB málinu og segir hana forsendu fyrir stjórnarsamstarfi. Sú stefna er öndverð við stefnu Samfylkingar og Bjartrar framtíðar, svo útiokað er að Framsókn sé að biðla til þeirra. Einungis VG gæti hugnast Framsóknarflokknum í því máli, en þingmannafjöldi þess flokks mun varla skipta sköpum eftir næstu kosningar.

Bjarni er og hefur alla tíð horft vonaraugum til Brussel. Þessi ummæli hans um líkur á samstarfi við Framsóknarflokk að loknum næstu kosningum benda óneitanlega til þess að hann ætli að hundsa samþykktir landsfundar síns eiginn flokks.

Ef ástæðan er hins vegar sú að Bjarni geti ekki hugsað sér samstarf við annan flokk sem liggur nærri hans flokki í fylgi, að samstarfsflokkar Sjálfstæðisflokks verði að vera talsvert minni, er hann barnalegri í hugsun en áður hefur komið fram.

Þá á Bjarni að leita sér að annari vinnu, þar sem hann getur látið sinn hégóma blómstra!

 


mbl.is „Lágmarksreisn fyrir þingið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Jónsson

Bjarni VEIT nú þegar, og hefur vitað lengi, að Brussel er sá staður sem svona ,,Vinglum" er best að fá sitt kaup frá.Bjarni virðist ekki gera sér grein fyrir hver aðal orsök fylgishruns Sjálfstæðisflokksins er, þó flestir aðrir geri það.Ég sé hér á Moggablogginu að það hlakkar óstjórnlega í millieyrna-grautnum á sumum afturhaldspúngunum.

Björn Jónsson, 16.3.2013 kl. 21:49

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er rétt Björn, það hlakkar í mörgum afturhaldpungnum. Þegar Bjarni talar á þessum nótum hafa þeir ástæðu til, hann er að færa þeim völdin næstu fjögur ár, eins og eitt tímabil af skelfingu afturhaldsins sé ekki nóg.

Gunnar Heiðarsson, 16.3.2013 kl. 23:35

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/02/15/frjalslyndur_vinstri_flokkur/

Sleggjan og Hvellurinn, 17.3.2013 kl. 10:21

4 identicon

Sæll.

Bjarni blessaður veit ekki hvað hann vill annað en það að hann vill bara verða forsætisráðherra. Ég er farinn að halda að Bjarni og Guðmundur Steingríms hafi sama stefnumálið: Ég - mig - mér - mín!!

Flokkur sem getur ekki mokað flórinn á auðvitað ekki skilið atkvæði, Bjarni og flokksforystan eru ástæðan fyrir lágu fylgi flokksins þrátt fyrir að hér hafi setið lélegasta stjórn Íslandssögunnar. Flokksforystan ætti að taka ábyrgð á þessu lélega fylgi og hætta.

Helgi (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband