Hárrétt hjá Villa

Það er hárrétt hjá Villa, verðbólgan er okkar megin böl og einhver mest bót fyrir landið ef hægt væri að hemja hana.

En Villi getur kannski sagt sína skoðun á því hvernig slíkt skuli gert, meðan verðtrygging er látin ráða lánamarkaði? Hann getur kannski lýst sinni sýn á því hvaða verkfæri Seðlabankanum skal rétt til að sinna sínu starfi í því að halda niðri verðbólgunni. Meðan megin fjöldi lána er verðtryggður virka vaxtabreytingar SÍ sem vatn á gæs. 

Villi getur kannski frætt okkur lítilmennin á því hvernig hann ætlar að rjúfa þann vítahring sem verðtryggingin veldur. Þegar einhver vara hækkar í innkaupum, framleiðslu eða vegna góðlátlegra skattahækkanna ríkisstjórnarinnar, veldur það hækkun vísitölu, sem aftur hækka lánin, einnig hjá fyrirtækjunum, sem aftur verða að hækka verð vörunnar, sem svo hækkar vísitöluna, sem hækkar lánin, sem hækkar .......

Verðtryggingin er rót vandans, er hin sjálfvirka verðbólguvél.

Þeir sem vilja hemja verðbólguna hljóta því að leggja höfuðáherslu á afnám verðtryggingar, leggja áherslu á að rjúfa vítahringinn. Þeir sem vilja halda uppi verðbólgunni, verja hins vegar þessa drápsvél sína.

Því er spurningin hvort Villi vilji virkilega koma böndum á verðbólguna. Það er víst að verðbólga er vísasta leið atvinnurekandans til að lækka laun sinna starfsmanna og sumir þeirra eru ekki betur gefnir en svo að þeim finnst allt sem stuðlar að lægri launakostnaði réttlæta nánast hvað sem er, jafnvel þó það kosti þá stór tap á öllum öðrum sviðum síns rekstrar, s.s. innkaupum á hráefnum.

Ekki ætla ég að segja að Villi tilheyri þeim hópi atvinnurekenda sem svo skerta hugsun hafa, en víst er að hann stendur harðann vörð um verðtrygginguna!

 


mbl.is Hætta með verðtrygginguna en halda verðbólgunni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Það er engu líkara en þú sért búinn að gleyma því að hér var mun meiri verðbólga áður en verðtryggingin var tekin upp.

Vísitlan sem verðtryggingin fer eftir er bara mælir á verðbóguna. Ef þér er heitt dugar ekki að henda hitamælinum.

Þú verður að gera mun á orksökum og afleiðingu.

Landfari, 15.3.2013 kl. 19:02

2 identicon

Vandamálið við hund sem snýst bara kringum skottið á sér -  er... skottið! Eða er það ekki?

Villi viðutan er skyldur Villa verðtryggingu.

 Skyldulesning fyrir frændurna, og alla skynsama menn:

http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Olaf_MArgeirsson/verdtrygging-eilifdarvelin-sem-brast

Hrúturinn (IP-tala skráð) 15.3.2013 kl. 19:29

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Landfari, ég hef ekki gleymt óðaverðbólgunni, treystu mér!

Verðtryggingin átti rétt á sér á sínum tíma, til ákveðins verkefnis, að ná tökum á óðaverðbólgunni. Það var neyðarráðsstöfun sem því miður skilaði ekki nema takmörkuðum árangri. Það varð ekki fyrr en við þjóðarsáttina, nærri áratug síðar, sem loks tókst að ráða við verðbólgudrauginn.

Verðtryggingunni tókst að ná niður óðaverðbólgunni, reyndar ekki fyrr en tveim árum eftir að hún var tekin upp og verðbólgan hafði náð yfir 100%.

Þann áratug sem leið á milli upptöku verðtryggingar til þjóðarsáttar sveiflaðist verðbólgan í landinu frá 20% upp í 40%. Þetta þótti mikill árangur frá því þegar hún hljóp yfir 100%, en þætti líklega skelfileg í dag!

Það var svo eftir þjóðarsáttina sem verðbólgan fór virkilega niður og lá þar fram undir hrun, utan smá skot um aldamótin, er hún skaust upp í 5%.

Það er því rangmæli að segja að verðtryggingin hafi komið böndum á verðbólguna. Það var sátt á vinnumarkaði sem það gerði. Sú sátt hefur staðið síðan, eða allt þar til núverandi ríkisstjórn ákvað að slíta henni með svikum.

Því má fastlega gera ráð fyrir því að verðbólgan eigi eftir að rjúka upp í efstu hæðir og ef verðtrygging verður þá við lýði mun landið enda í skelfingu. Hér mun verða ein alsherjar hörmung og landið mun fara á hausinn!!

Gunnar Heiðarsson, 15.3.2013 kl. 22:00

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Áður en verðtrygging var innleidd þá orsakaðist verðbólga af því að stjórnmálamenn með vankunnáttu á peningamálum notuðust við beina peningaprentun til að fjármagna hallarekstur ríkissjóðs, með þeim óhjákvæmilegum afleiðingum slíkt hefur í för með sér en voru fyrir þeim ófyrirséðar á þessum tíma.

Þegar verðtryggingin (sem prentar peninga) var innleidd, þá var það eina sem breyttist að í stað óábyrgra stjórnmálamanna tók verðtryggingin við að prenta peninga, með sömu áhrifum á verðbólgu. Árið 2008 var verðbólgan til dæmis 20% á einu ári, þrátt fyrir verðtryggingu, sem er augljósasta sönnun þess að verðtryggingvirkar ekki sem nein vörn gegn verðbólgu og allar kenningar sem af því leiða eru þar af leiðandi rangar.

Að sama skapi eru kenningar sem láta eins og verðtrygging sé bara einhver áhrifalaus "mælir" og líta þannig framhjá því að hún er líka orsakavaldur með peningaprentun, allar kolrangar líka.

Ég veit að þetta er stór biti fyrir suma að kyngja. En jörðin er ekki flöt og það er tilgangslaust að mótmæla vísindalegum sönnunum.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.3.2013 kl. 22:15

5 Smámynd: Rúnar Ingi Guðjónsson

Hér er um að ræða umsögn Landsbanka Íslands frá 1966 um frumvarp að lögum, þar sem ætlunin var að veita heimild til verðtryggingar.

"Samþykkt þessara ákvæða, þótt aðeins sé i heimildarformi, getur aðeins vakið tálvonir um úrlausnir eftir ófærum leiðum og dregið athyglina frá aðalatriðinu, að til er ein örugg leið til verðtryggingar á sparifé, sem sé að forðast það, sem verðrýrnuninni veldur, sjálfa verðbólguna."

_________________________

Verðtrygging var sett á til að reyna að vinna bug á ákveðnum vanda í fjármálakerfinu, en það eru að verða hálf öld síðan þessi breyting var gerð....er virkileg hægt að halda áfram á sömu braut?

Rúnar Ingi Guðjónsson, 16.3.2013 kl. 09:01

6 Smámynd: Landfari

Vankunnátta stjórnmálamanna í peningamálum er enn til staðar. Það hefur því miður ekkert breyst. Meðan hér er léleg hagstjórn verður hér verðbólga burtséð frá þvíhvort hér verður vertrygging eða ekki.

Hér hafa menn haft sjáfstæðan gjaldmiðil til að geta leiðrétt mistök við efnahagsstjórnina. Ef þessi leiðréttingarfaktor verður afnuminn en haldið áfram að gera mistök endum við í skelfilegu ástandi.

Eðli málsins samkvæmt þarf fleiri mælieinigar til að mæla sömu verðmæti eftir því sem mælieiningin er minni. Það eru engin geimvísindi.

Verðmæti íbúðar á höfuðborgarsvæðinu er mælt í miklu fleiri krónum núna en  árið 2000. Raunvirði hennar hefur reyndar hækkað á þessum tíma talsvert en ekki nema brot af því sem mælingin í krónum segir til um. 

Nú vilja skuldugir húsnæðiseigendur að leigendur hlaupi undir bagga með þeim að lækka höfuðstól láns þeirra á húsnæðinu vegna þess að mælt í krónum hafi skuldin hækkað svo svakalega. Ég get lofað þér því að þessir sömu húsnæðiseigendur hafa ekki hugsað sér að skila til baka söluhagnaðinum þegar hann verður innleystur.

Landfari, 16.3.2013 kl. 11:29

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nú vilja skuldugir húsnæðiseigendur að leigendur hlaupi undir bagga með þeim að lækka höfuðstól láns þeirra á húsnæðinu vegna þess að mælt í krónum hafi skuldin hækkað svo svakalega.

Mælt í krónum hafa engar skuldir vegna verðtryggðra fasteignalána til neytenda hækkað frá og með árinu 2001, nema gerð hafi verið grein fyrir kostnaði við verðtrygginguna með útreikningi árlegrar hlutfallstölu kostnaðar. Rannsóknir hafa leitt í ljós að lánssamningar sem uppfylla þessi skilyrði eru vandfundir, og fyrirliggjandi eru yfirlýsingar stærstu lánveitenda um að þeir hafi almennt ekki starfað í samræmi við þessar reglur þegar flestöll verðtrygg lán á Íslandi voru veitt. Afleiðing þess er skýr samkvæmt bæði þeim lögum sem fyrirliggjandi dómafordæmum á grundvelli þeirra, að þá er óheimilt að innheimta þann hluta kostnaðarins. Þannig eru verðtryggingarákvæði í samningum sem ekki standast skilyrðin, í raun ómerk og óskuldbindandi með öllu.

Það eina sem skuldarar hér á landi er að borga til baka löglega skuld.

Það þýðir án alls kostnaðar sem ekki var rétt upp gefinn, enda eru þau samningsákvæði ekki skuldbindandi sökum ólögmætis.

Að borga til baka það sem fékkst lánað er það sama og að borga til baka upphaflegan höfuðstól í krónum talið. Vinsamlegast hættið að blanda því saman við hvesru háan kostnað er heimilt að innheimta til viðbótar, en það er það sem umræðan um leiðréttingu snýst í rauninni um.

Það er einföld krafa að farið verði að lögum.

Hinsvegar er krafa þeirra sem vilja að ekki verði farið að lögum, óskiljanleg.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.3.2013 kl. 16:49

8 Smámynd: Landfari

Til hvers er verið að fara með þetta fyrir dóstóla ef þú ert búinnað dæma í málinu Guðmundur.

Þú ert að reyna að snúa út úr orðalagi á á klásu um í samningum um árlega um árlega hlutfallstölu kostnaðar. 

Ef svo ólíkega tekst til að dómarar skilji ekki textann heldur verður einhver mesti verðmætaflutningur  íslandssögunnar að veruleika. Þá verður ómæld verðmðmæti færð frá öllum almennigi til þess hóps sem skuldar verðtryggð lán.

Þessi suldugi hópur tilheyrir líka"öllum almenningi" en það sem hver og einn þeirra leggur af mörkum er aðeins brot af því sem hann fær.

Á endanum verður reikningurinn sendur börnunum okkar.

Getur þú nefnt einn einasta einstakling með "fulle fem" sem gekkút frá því þegar hann tók verðtryggt lán á þessu timabili að hann þyrfti ekki að greiða verðbætur á höfuðstólinn?  Ég veit það er hellingur af fólki sem segir núna að þetta sé ósanngjarnt og allt það af því að hafa tímabundið farið fram úr greiðslugetu. Það hefur verið komið til móts við þsessa aðila á verulegu leiti með fjölmörgum aðgerðum.

Það verður samt aldrei þannig að öllum verði bjargað án þess að aðrir þurfi að blæða. Sumir voru búnir að skuldsetja sig svo svakalega að engu tali tók.

Það sést best á því að á sama tíma og kaupmáttur heimilanna var hvað mestur árið 2007 (hafði aldrei í sögunni verið meiri) þá notaði fólk almennt ekki góðærið til að greiða niður skuldir heldur jók þær sem aldrei fyrr.

Landfari, 22.3.2013 kl. 22:44

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Landfari. Þetta er enginn útúrsnúningur.

Ákvæðið um árlega hlutfallstölu kostnaðar þýðir það sem það þýðir, og það þarf ekki að vitna í mig til þess að skýra það, heldur hafa Seðlabanki Íslands, Neytendastofa og Alþingi gert það, sbr. t.d. álit meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar, þar sem kemur skýrt fram að verðbætur skuli teljast með í útreikningi árlegrar hlutfallstölu kostnaðar:

http://www.althingi.is/altext/141/s/1233.html

Ertu að halda því fram að mér einum hafi tekist að plata alla þessa aðila svona rækilega upp úr skónum eða hvað? Nei, það getur varla verið því samkvæmt skýrslu Seðlabanka Íslands um neytendalán frá 1991 var þar beinlínis áréttað við nefndina sem samdi lög um neytendalán að verðbætur teldust hluti lántökukostnaðar. Þess má geta að þá var ég á fermingaraldri og hafði því engin tök á að hafa áhrif á skýrsluhöfundana á þeim tíma.

Ég skal benda þér á manneskju með "fuld fem" sem hefur aldrei heyrt um verðtryggingu: ágæt kona frá Ítalíu sem er búsett hér á landi og keypti sér húsnæði, en sem EES-ríkisborgari hefur hún aftur á móti öll sömu réttindi til neytendaverndar og gilda bæði hér í landi og þar í landi. Mér finnst engum tilgangi þjóna að nafngreina þessa ágætu konu hér á blogginu, þó hún hafi auðvitað nafn og búi nálægt miðbænum í Reykjavík. Spænski ríkisborgarinn sem vann fordæmisgefandi dómsmál gegn Dróma hafði ekki heldur heyrt um gengistryggingu þegar hún keypti sér hús á Íslandi.

Þar sem ég er búinn að verða við áskorun þinni, og meira að segja með tveimur dæmum, ætla ég að koma með áskorun á móti: Ef þú heldur að þetta sé bara þvæla, endilega finndu þá fyrir okkur lánasamning þar sem kemur fram árleg kostnaðar við lántökuna og sýndu okkur hann svo. Segðu okkur því næst hvað árlega hlutfallstalan þýðir og hvaða áhrif hún hefur á það hversu mikinn kostnað er heimilt að innheimta fyrir lánið.

Ef svo ólíkega tekst til að dómarar skilji ekki textann heldur verður einhver mesti verðmætaflutningur  íslandssögunnar að veruleika. Þá verður ómæld verðmðmæti færð frá öllum almennigi til þess hóps sem skuldar verðtryggð lán.

Ef svo ólíklega tekst til að dómarar skilji ekki skýran lagatextann og fallist á túlkun Landfara og fjármálafyrirtækjanna byggða á útúrsnúningi, þá hefur einhver mesti verðmætaflutningur Íslandssögunar verið lögfestur. Þá væru ómæld verðmæti sem að ósekju hafa nú þegar verið færð frá þorra almennings til kröfuhafa, gerð óafturkræf og glæpurinn lögleiddur.

Sko! Ég lagaði þetta fyrir þig. (Líka stafsetningarvillurnar.)

Guðmundur Ásgeirsson, 26.3.2013 kl. 02:55

10 Smámynd: Landfari

Ég sé það Guðmundur að þú ert harður á þv íað koma á hér kerfi sem var eftir miðja síðust öld þegar sparifjáreigendur greiddu niður skuldir huseiganda og annara skuldara.

Þjóðfélagi þar sem þeir einir ferngu lán sem voru innundir í pólitilinni og bönkunum. Almenningur fékk brotabrot af húnæðisverðinu sínu lánað því enginn vildi lána því verðmætin fengust ekki greidd til baka.

Þetta kæmi sér reyndar rosalega vel fyrir okkur sem erum með vertryggð lán núna því þá yrði verðbótaþátturinn afnuminn og vextirnri sem voru hálfgerðir okurvextir yrðu gjafavextir.

En þau okkar sem hugsum aeðins lengra sjá að þetta gegur ekki uppp. Börnin okkar fá þá hvergi lán því lánsfé verður af skornum skammti.Auk þess lendir það á þeim að stórum hluta að greiða skuldir íbúðalánasjóða þvi afborganir af útlánum hans verða hverfandi eftir nokkur ár en hann þarf að standa skil á sínum lánum með aðstoð ríkissjóðs. Ofan á það kemur síðan talsverð skattahækkun til að mæta stórauknum útgjöldum Tryggingastofnunar þegar lífeyrissjóðsgreiðslurnar verða aftur að engu. Eins og þær eru núna hjá fólki sem borgaði stóran hluta sinna greiðslna fyrir verðtryggingu.

En við sem eigum húsnæði í bullandi skuld núna sitjum með pálmann í höndunum. Verðbólgan sér um að greiða niður lánin okkar og fasteignin hækkar bara og hækkar talið í krónum. Þegar við svo seljum eftir 10, 20 eða 30 ár  eigum við milljónir á milljónir ofan sem er skattlaus söluhagnaður, allavega eins og reglurnar eru í dag.

Staðan er þannig í dag að sá sem keypti fasteig á 100% verðtryggðu láni árið 2000 og hefur aldrei borgað neinar afborganir, bara vexti, á orðið umtalsverðan hlut í henni, þrátt fyrir hrunið. 

Þeir einu sem eru í vandræðum sem rekja má til þessarar verðbólu sem myndaðist á árunum 2004 -2007/8 eru þeir sem keyptu sína fyrstu íbúð á þessum árum sem og þeir sem sátu uppi með tvær eignir vegna íbúðaskipta. Þeim aðilum eru flestir sammála um að þurfi að hjálpa.

En fólk sem tekur verðtryggt lán án þess að vita hvað verðtrygging er, er ekki alveg með fulle fem. Ég hef enga trú á því að þetta fólk sem þú nefndir hafi ekki kynnt sér hvað það var að skrifa undir. En þessi kona hefur væntanlega sínar tekjur erlendis frá því í góðum málum.

Landfari, 27.3.2013 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband