Leiguþý ríkisstjórnarinnar

Hreyfingin hefur verið leiguþý ríkisstjórnarinnar frá því um síðustu jól. Hefur staðið við bak stjórnarinnar síðan. Hefur tekið þátt í að sundra þjóðinni og ætlar nú að bæta enn um betur.

En um hvað á að kjósa og hvað á með þá niðurstöðu að gera? Það eru valdar einstakar greinar eða greinarpartar úr tillögunum, greinar sem líklegar eru til að slá ryki í augu fólks og þær lagðar fyrir þjóðina. Þannig á að fá fram "rétta" niðurstöðu. En niðurstöðu um hvað? Að þessum tilteknu greinum eða greinarpörtum skuli ekki breyta frekar? En hvað með alla hina moðsuðuna frá stjórnlagaráði. Á að fella það burtu? Á það að færast inn í nýja stjórnarskrá óbreytt? Eða eru stjórnvöld stikkfrí frá þeirri moðsuðu og geta farið meða hana að eigin geðþótta?

Það er Alþingis að breyta stjórnarskrá. Það getur kallað til sín hjálparkokka við það verkefni, en einungis Alþingi hefur vald til breytinga á stjórnarskrá. Þegar það hefur ákveðið slíkar breytingar er það síðan þjóðarinar að kjós, þó ekki um þessa breytingu, heldur nýtt þing. Breyting á stjórnarskrá þarf samþykki tveggja þinga, með kosningu á milli.

Sú aðferð sem núverandi stjórnvöld hafa ákveðið að fara jaðrar við brot á stjórnarskránni, sumir tala um að hún sé beinlínis brotin. Sú kosning sem nú á að nauðga gegnum Alþingi er hins vegar beint brot á henni!

Jóhanna er uppfull af því að stjórnarandstaðan sé andvíg breytingu á stjórnarskrá, segir hana standa í vegi fyrir slíkum breytingum. Þetta er auðvitað fjarstæða, stjórnarandstaðan hefur alla tíð verið tilbúin til að ganga til þessa verks, bara ekki með því að sniðganga eða brjóta þá stjórnarskrá sem enn er í gildi. Hefur viljað vinna þetta verk eins og lög gera ráð fyrir!! 

Þessu hefur Jóhanna staðið hörð gegn og því hefur hvorki gengið né rekið. Nú er að sjá að hún hafi tryggt meirihluta til að halda áfram á sömu leið, hafi tryggt meirihluta til að tefja málið enn frekar. Hafi tryggt sér meirihluta á Alþingi til brota á stjórnarskránni. Henni til aðstoðar við það verk verður Þór Saari.

Það er ekki að sjá að skynsemin eða pólitíska vitið sé að þvælast fyrir Þór Saari. Hann lætur Jóhönnu plata sig upp úr skónum, fyrst til stuðnings við ríkisstjórnina, sem hefur þó ekki gert neitt af því sem hann segist standa fyrir, þvert á móti og svo núna, til stuðnings við að þvæla enn frekar breytingar á stjórnarskránni. Hún fær hann til liðs við það verkefni að halda stjórnarskrárbreytingum í enn frekari gíslingu!!

Sú kosning sem nú er boðuð, um einstaka greinaparta úr tillögum stjórnlagaráðs, mun engu breyta um framhaldið. Verði hún samþykkt verður málið enn á könnu Alþingis og það mun ekki vera bundið af niðurstöðunni, einfaldlega vegna þess að eingin lagastoð liggur að baki kosningunni. Verði hún felld er nákvæmlega það sama að segja. Þetta er því einungis frestun á framgangi málsins um a.m.k. þrjá mánuði, eða fram yfir þessar ólöglegu kosningu. 

Þetta mun einnig verða eldsneyti á hugmyndafræði Jóhönnu, sundurlindið. Í aðdraganda kosningarinnar mun þjóðin berjast. Það mun valda enn frekara sundurlind meðal þjóðarinnar og mátti nú ekki við meiru. 

En Jóhanna nærist á sundurlindinu og því miða allar hennar gerðir að því að halda því við og bæta heldur í ef hægt er!!

Það hefði verið svo auðvelt að sameina þjóðina um breytingar á stjórnarskránni, en það þóknaðist Jóhönnu ekki. Hún valdi leið deilna og sundurlindis í þessu máli, sem og öllum öðrum!!

 


mbl.is Stjórnarskrármál á hreyfingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að stjórnaranstaðan sé ekkert að elta ólar við þetta stjórnarskrár mál, þeir hafna þessu á nýju þingi eftir kosningar þá er þetta endanlega farið í tunnuna.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 11:01

2 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Þetta er reyndar ekki svaravert Gunnar, þú veist ekkert um hvað þú ert að tala.

Baldvin Björgvinsson, 14.5.2012 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband