Þrúgandi þögn þingmanna Hreyfingar

Í Silfri Egils í gær fullyrti Bjarni Harðarson, VG, að gert hafi verið leynisamkomulag milli forustumanna ríkisstjórnarinnar og þingmanna Hreyfingar um stuðning við ríkisstjórnina og að þeim leynisamning hafi fylgt annar um að sá fyrri skyldi ekki gerður opinber.

Þingmenn Hreyfingar hafa ekki enn mótmælt þessum orðum Bjarna og því ekki hægt að skilja þá þögn þeirra á annan veg en að Bjarni fari þarna með sanna fullyrðingu.

Auðvitað er þetta ekki neinn nýr sannleikur, orð Þórs Saari mátti skilja á þennan hátt og allir hugsandi menn átta sig á að forustumenn stjórnmálaflokkanna hefðu aldrei farið af stað með aðgerð sem mælist illa fyrir í báðum stjórnarflokkum, nema að öruggur stuðningur væri fyrir hendi.

Þetta er ljótur dómur á þingmenn Hreyfingar. Þeir komst á þing í kjölfar mótmælanna miklu sem urðu í kjölfar hrunsins og lofuðu að standa á rétti fólksins í landinu, lofuðu að verja velferðarkerfið. Nú hafa þeir sýnt að þeir ætli sér að svíkja sína kjósendur með því að setja sig á bekk með þeim sem almenningur stendur mesta ógn af, stjórnvöldum.

Það munu sjálfsagt margir velta fyrir sér hvers vegna þingmenn Hreyfingar taka slíka gerræðis ákvörðun. Ekki er það vegna þess að þeir telji sig geta með því haft einhver áhrif á ríkisstjórnina, hún mun ekkert lagast og öll loforð frá henni eru ekki pappírsins virði. Þetta vita þingmenn Hreyfingar, eða ættu að minnsta kosti að gera það.

Því er einungis ein skýring eftir á þessari ákvörðun þeirra, að þeir telji sig ekki eiga afturkvæmt á þing eftir næstu kosningar og því sé full ástæða til að styðja ríkisstjórnina svo setan geti orðið nokkrum mánuðum lengri. Þetta er ömurlegur dómur á þingmenn Hreyfingar en eina sjáanlega skýringin á ákvörðun þeirra.

Enn er þetta fullyrðing eins stjórnarliða og enn hafa þingmenn Hreyfingar ekki neitað henni. Það mun hins vegar reyna á þetta á fyrstu dögum Alþingis, þegar stjórnarandstaðan kemur fram með vantraust á ríkisstjórnina. Þá mun Hreyfingin skrifa sína sögu, hvort það verður smásaga eða ekki er undir þeim sjálfum komið. Það er ljóst að ef þeir styðja ríkisstjórnina eru dagar þingmanna Hreyfingar taldir, en ef þeir standa að vantrausti eru möguleikar þeirra til lengri sögu fyrir hendi.

Þingmenn Hreyfingar hafa í eigin hendi möguleika sína til áframhaldandi þingsetu.

Viðbót kl. 8:40

Það fór framhjá mér frétt þar sem Þór Saari mótmælti orðum Bjarna. Við skulum sjá hvernig þingmenn Hreifingar mun greiða atkvæði til vantrausttillögunnar. Ef þeir styðja hana mun ég vissulega draga orð mín til baka, en sjáum til.

Framtíð Hreifingar er í höndum þingmanna hennar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband