Settir í "ferli"

Lögreglumenn hafa verið settir í "ferli". Það er eina sem ríkisstjórnin getur, að setja slæmu og leiðinlegu málin í "ferli", í von um að fólk hæti röflinu.

Hversu langt þetta "ferli" verður hjá lögreglunni er ekki gott að segja. Vonandi lenda þeir þó ekki á sama plani og heimili landsins, sem fóru í "ferli" um svipað leiti í fyrra og voru í því fram undir jól. Loks svo þegar "ferlinu" lauk, var niðurstaðan engin.

Eða að þeir lendi í sama "ferli" og fyrirtækin, en þau hafa verið föst í því í langann tíma og ekkert virðist sjá fyrir endann á því.Heldur stefnir þó afturávið hjá þeim.

Enn frekari samdráttur í fjárframlögum til löggæslu, samhliða auknum störfum sem á hana skal hlaðið, gefa þó ekki vísbendingu um að þeirra "ferli" ljúki fljótt og enn síður að einhver vitræn niðurstaða fáist af hálfu stjórnvalda.

Það er allt á sömu bókina lagt hjá þessari lánlausu og óhæfu ríkisstjórn!!


mbl.is Annar fundur á mánudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Nafnið lýgur engu um eðli síðuhafa... Nöldrarinn.

hilmar jónsson, 30.9.2011 kl. 20:29

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Mikið rétt hjá þér Hilmar, enda hef ég aldrei farið í felur með það.

Maður á að koma heiðarlega fram, ekki að þykjast eitthvað betri en aðrir og alls ekki þykjast betri en maður er!

Það væri betur ef fleiri lifðu samkvæmt þeirri speki!!

Gunnar Heiðarsson, 30.9.2011 kl. 21:17

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Og þó ég sé nöldrari Hilmar, breytir það ekki þeirri staðreynd að sú ríkisstjórn sem nú situr í stjórnarráðinu, er lánlaus og óhæf!!

Gunnar Heiðarsson, 30.9.2011 kl. 21:20

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Eins og ég segi: N.....

hilmar jónsson, 30.9.2011 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband