Og enn skal hert að

Enn verður maður að herða sultarólina, enn á að leita í tóma vasa almennings.

Er steypa í hausnum á þessu fólki sem landinu stjórnar? Er það hissa þó eggjum rigni á það?

Steingrímur var með mikla speki í fréttum útvarps í gær, eftir eggjarigninguna á Austurvelli. Hann taldi alls ekki að fólk væri að mótmæla ríkistjórninni, o nei, alls ekki. Fólk var bara að sýna óánægju sína yfir því hvað hafði komið yfir landið, í tíð fyrri ríkisstjórnar, alls ekki að núverandi ríkisstjórn stæði sig illa!!

Eftir þetta viðtal fór hann í pontu Alþingis og boðaði enn frekari skattahækkanir og enn frekari niðurðskurð!

Það er magnað að engum skuli takast að koma inn í hausinn á þessu liði að ekkert meira er að hafa, að búið er að tutla hverja einustu krónu út úr almenningi og fyrirtækjum landsins. Það er magnað að engum skuli takast að koma því í skilning um hið augljósa, að skatttekjur skili sér ekki vegna ofsköttunar og enn frekari skattálagning mun ekki skila einni krónu í ríkiskassann. Er það kannski vegna þess að nánasta samstarfsfólk þess er jafn andskoti heimskt og ráðherrarnir sjálfir?

Enn frekari skattpíning á eldsneyti mun lenda verst á landsbyggðarfólkinu, það mun bera þyngri byrgðar en aðrir í þjóðfélaginu. Landsbyggðin skaffar tekjur þjóðarbúsins að mestu. Mest öll verðmætasköpunin verður til út á landi. Helsti gjalddeyristekjur koma vegna stóriðju og fiskveiða og hvoru tveggja er að mestu á landsbyggðinni. Þetta dugir lattefólkinu í 101 Reykjavík þó ekki, heldur skal landsbyggðafólki einnig borga hlutfallslega hærri skatta. Skipti þá engu þó laun fólks á landsyggðinni séu mun lægri fyrir sambærileg störf, en á Reykjavíkursvæðinu.

Það yrði lítið úr latteliðinu ef landsbyggðin lýsti yfir sjálfstæði, ef landsbyggðin léti latteliðið sjálft um að útvega sér gjaldeyri fyrir kaffibaunum.


mbl.is Hækka skatta á bensín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband