Rökrétt

Þessi deila um veg um sunnanverða Vestfirði hefur tekið á sig margar myndir.

Tré eru metin meira en mannslíf, svo dæmi sé tekið og nú virðist málið vera komið í pattstöðu.

Ein er sú leið sem ekki er þó í plönum vegagerðarinnar, köllum hana R-leið. Það er þverun yfir Þorskafjörðinn frá Reykjanesi yfir á Skálanes. Þessi hugmynd hefur verið  viðruð, m.a. í fjölmiðlum. Þó vill enginn ráðamanna skoða hana frekar.

Ástæða þess að ég kalla þessa leið R-leið er að hún býður upp á vinnslu raforku. Hugsanleg gæti slíkt raforkuver borgað veglagninguna að fullu, það verður ekki vitað nema málið sé skoðað af alvöru.

Það er yfirleitt lítið að gera hjá verkfræðinngum í dag, svo hægt væri, á tiltölulega stuttum tíma, að komast að því hvort þessi leið sé raunhæf og hvot hún jafnvel gæti borgað sig. En þá þarf að vinna hratt, það þarf að ákveða hvort málið skuli skoðað.

Það er ljóst að slíkur vegur væri allur í byggð, það er einnig ljóst að mun fljótlegra væri að klára slíkan veg, heldur en að leggja veg yfir tvö fjöll. Þá er líklegt að þverun Þorskafjarðar yrði ekki dýrari framkvæmd en vegur á núverandi vegstæði, jafnvel þó engin raforkuframleiðsla kæmi til.

Þessi hugmynd er algerlega þess virði að hún sé tekin til skoðunnar.


mbl.is Vonast til að ráðherra komi með nýja tillögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Þetta hljómar vel Gunnar. Vonandi verður málið skoðað vel og komist að niðurstöðu strax. Það er það versta við svona mál, hversu lengi þau eru að komast til og frá réttum aðilum. Það er eins og það séu oft og tíðum einhverjar snurður á þræðinum, því þau geta orðið ansi tímafrek, á stundum.

Bergljót Gunnarsdóttir, 17.9.2011 kl. 11:45

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæl Bergljót.

Nú er það svo að ég bý ekki á Vestfjörðum og á því engra hagsmuna að gæta. Það sem mér þó ofbýður er að meðan það fólk sem þar býr, fær ekki viðunnandi samgöngur til sín, samgöngur sem hægt er að treysta flesta daga ársins, er búið að malbika nánast heim að hverri kirkju og hverjum skóla á suður og vesturlandi.

Innanríkisráðherra varð að vígja brú á suðurlandi tvisvar, fyrst til bráðabyrgðar svo umferð um brúnna gæti hafist, síðan aftur eftir að búið var að malbika veginn til og frá brúnni. Þessi brú er auðvitað góð og gild, en engan veginn er hægt að segja að nauðsn hennar hafi verið mikil og ekki mun hún taka af hættulega fjallvegi.

Innanríkisráðherra er nýbúinn að skrifa undir ábyrgð og frumfjármögnun Vaðlaheiðagangna. Þau eiga að heita einkaframkvæmd, en allir vita að kostnaður ríkisins vegna þeirra verður töluverður. Stytting vegar vegna þeirra er hverfandi, en þau taka vissulega Ljósavatnsskarðið af. Þó er að nú þannig að þeggar það lokast vegna snjóa, er flestir vegir ar fyrir austan orðnir ófærir. Þessi göng munu því greiða leið yfir í Fnjóskadalinn á vetrum, en vandamálið vegna snjóþyngsla er alls ekki leyst.

Á meðan eru sunnanverðir Vestfirðir afskiptir í samgöngum og lítið virðist hægt að gera þar annað en að karpa fram og til baka.

Á meðan er Seyðisfjörður utan samgangna stórann hluta ársins, það sveitarfélag sem flestir útlendingar á eigin bíl taka land. Þeirra fyrsta ferð er yfir brattann og stórhættulegann fjallgarð. Það er ótrúlegt að ekki skyldi hafa orðið alarlegt slys á þeim vegi síðasta vor, þegar snjóþyngslin voru langt fram á ferðamannatímann.

Forgangsröðunin hefur alltaf verið umdeilanleg. Varðandi vegagerð hefði maður haldið að hættur fyrir mannfólkið og útrýming þeirra, ætti alltaf að vera efst á blaði.

Hingað til hafa allt önnur og annarlegri atriði ráðið för, pólitík og pot. Þessu þarf að breyta, meðan fjármagn er af skornum skammti ber að nota það af skynsemi.

Gunnar Heiðarsson, 17.9.2011 kl. 12:24

3 identicon

Sæll Gunnar.  Þessi leið sem þú kallar leið R, var ein af tillögum Vegagerðarinnar sem leið A.  Að ýmsu leiti athyglisverð, en líklega nokkuð dýr, (kannski gæti þó virkjun halað eitthvað upp í kostnað) og tæki líklega nokkuð langan tíma, bæði undirbúningur og framkvæmd.  Og það er slæmt, því okkur liggur á.  Þolinmæði okkar margra, Vestfirðinga, er þrotin í þessu máli.

Þú minnist á Vaðlaheiðargöng, í mínum huga eru þau tímaskekkja.  Allar framkvæmdir sem stytta leið og auðvelda samgöngur eiga rétt á sér, en mér finnst liggja meira á nokkrum öðrum framkvæmdum en göngum undir Vaðlaheiði. Nefni þar á meðal að koma þjóðvegi nr. 60, Vestfjarðavegi í 21. öldina, göng til Norðfjarðar, göng til Seyðisfjarðar.

Annars finns mér hreinlega að við þurfum að spyrja okkur grundvallarspurningar:  Viljum við að landið utan suðvestur hornsins sé í byggð?  Ef svarið er já, þá verðum við að gera okkur grein fyrir því að því fylgir nokkuð rask á landinu og að ekki gengur fyrir fólk að hrökkva af hjörunum í hvert skipti sem velta á við steini á norðurströnd Breiðafjarðar, svo dæmi sé nefnt.  Ef svarið er nei, þá þurfa menn að hafa kjark til þess að segja það núna strax, svo að við getum farið að pakka niður í töskurnar og flytja okkur suður í "bólublokkirnar" tómu á stór-Seltjarnarnessvæðinu.

Góðar stundir.

Eggert Stefánsson (IP-tala skráð) 18.9.2011 kl. 00:41

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Tek undir þetta hjá þér Eggert, þeta er spurning hvort halda eigi byggð í landinu.

Vissulega eru margir latte lepjandi í 101 Rvk. sem vilja leggja byggð þarna af, en þeir ættu þá að spá í hvar verðmætin sem halda Íslandi uppi verða til, hvaðan peningarnir fyrir latteð þeirra koma. Þeir eru alla vega ekki framleiddir í Rvk.

Ég vissi reyndar ekki að þessi tillaga hefði verið upp á borði vegagerðarinnar. Það er magnað ef henni hefur verið kastað út af því strax.

Sú leið sem var búið að ákveða og liggur um Teigskóg, er sjálfsagt ódýrust og eðlilegust. Nú hefur innanríkisráðherra gefið út að trjáhríslur séu verðmætari en mannslíf, svo sú leið verður ekki farin. Eftir stendur að leggja veg um núverandi vegstæði, eða fara yfir Þorskafjörðinn frá Reykjanesi yfir á Skálanes.

Leið um núverandi vestæði er fjallvegur. Því verður ekki breytt nema farið sé gegnum fjöllin. Dýrt er að bora fyrir utan það að slík framkvæmd er yrði ekki fyrr en eftir nokkur ár. Þá er eftir sú leið að fara yfir fjöllin. Eftir því sem ég hef skilið munu þær skeringar í fjallshlíðarnar verða mjög miklar og heyrst hefur að þær muni verða kærðar vegna umhverfisrasks. Ef svo verður mun málið enn á ný tefjast.

Þá er eftir síðasti kosturinn, þverun Þorskafjarðarins. Hafi sú lei verið á borðum vegagerðarinnar ættu allar frumathuganir að liggja fyrir. Því ætti ekki að taka langann tíma að koma þeirri hugmynd í framkvæmd.

Vissulega munu einhver náttúruverndarsamtök leggja sig gegn þeirri leið, en það virðist sama hvað skal gert, þau gera það alltaf.

Gunnar Heiðarsson, 18.9.2011 kl. 07:12

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Hverslags linkuháttur er þetta. Ef einhverntímann hefur verið nauðsyn á eignarnámi er það núna. Trjáplöntur má rækta upp á nýtt, fjær veginum og einhver greiðsla til eiganda svo það megi verða, er smotterí miðað við öryggi og allan kostnað, bæði vegagerðarinnar og þeirra sem munu nota veginn.

Ég er ein af þeim sem lep kaffið mitt í 101 Reykjavík og þrátt fyrir það finnst mér þetta ekki hægt. Það er alltaf verið að tala um að breyta hagkvæmninni í ríkisrekstri, en þar sem ráðherrar eru allir skíthræddir um stólinn sinn, er ekkert gert þegar svo má verða.

Annars er þessi brandari um 101 Reynjavík orðinn svolítið þreyttur þegar eitthvað bjátar á utan þess svæðis, hvers eigum við að gjalda?

Bergljót Gunnarsdóttir, 18.9.2011 kl. 12:32

6 identicon

Tek undir þessa spurningu um linkuháttinn, Bergljót.  Eins og ég skrifaði einhv. staðar annars staðar, þá hefur nú einhvers staðar og einhvern tíma land verið tekið eignarnámi af minna tilefni.  Hví ekki á þessu umrædda svæði?  Væri fróðlegt að vita það.

Varðandi 101 brandarann, eða "lattelepjandi 101 liðið", þá er hann kannski ofnotaður eða alhæfing.  En stundum er það nú svo að þegar einhverjar (umdeildar) framkvæmdir eru í bígerð eða í gangi úti um landið þá finnst okkur sem þar búa (ég á Ísafirði) að mestu mótmælin komi gjarnan úr 101 og nágrenni.  Samt býr þar nú örugglega réttsýnt/víðsýnt fólk líka, eins og mér sýnist af þessum litlu skrifum þínum hér.

Eggert Stefánsson (IP-tala skráð) 18.9.2011 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband