Styrjakerfi ESB

Hvað skildi Þórólfur Matthíasson segja við þessu? Sá maður hefur farið mest í áróðrinum gegn íslenskum landbúnaði síðustu mánuði og hefur þar einkum ráðist gegn styrkjum þeim sem samið hefur verið um að greiða til greinarinnar.

Þar hefur hann m.a. sagt að bændur fái þessa styrki án neinna skilyrða á móti, en allir sem til þekkja vita að er rangt, eins og reyndar flest rök þessa manns.

Þórólfur vill meina að styrkjakerfi ESB sé mun réttlátara. En hvaða skilyrði til fiskveið ætli þau lönd þurfi að uppfylla, sem ekki eiga land að sjó en fá þó úr sjóðum ESB sjávarútvegsstyrki upp á 48 miljónir evra, eða tæpa 8 milljarða íslenskra króna?

Þetta dæmi um fáráðnleik styrkjakerfis ESB varðandi sjávarútvegsstyrki er ekki einungis bundið við þann málaflokk. Styrkjakerfi landbúnaðar innan ESB er sama merki brennt. Danskur athafnamaður sem býr í Köben er styrkjakóngur landbúnaðarstyrkja ESB í Danmörku. Hann á jörð á Jótlandi og talið er að hann hafi aldrei stigið fæti sínum á þá jörð. Þar er hann með fólk í vinnu til þess eins að geta sogað fé út úr styrkjakerfi ESB, ekki fer þó ein króna til búsins. Þetta staka dæmi er alls ekkert einsdæmi, hægt er að finna mörg slík innan flestra eða allra ríkja ESB. ESB greiðir gríðarlega fjármuni til landbúnaðar, en skilvirkni þeirra styrkja er hverandi og spillingin innan þess með ólíkindum.

Þessi fáráðnleiki styrkjakerfis ESB er þó einungis hluti fréttarinnar. Hinn hlutinn er að sjávarútvegur ESB lifir á styrkjum, meðan sá íslenski gefur okkur nærri helming gjaldeyristekna og er ein aðal stoð íslenska efnahagskerfisins.

Í raun fjallar fréttin um hvort íslenskur sjávarútvegur muni fá styrki frá ESB, ef að aðild verður. Ragnar Árnason, hagfræðiprófessor, telur ólíklegt að svo muni verða. Þetta er rangt mat hjá honum. Ef við göngum í ESB mun sambandið fljótt ná yfirtökum á stjórnun fiskveiða hér við land. Um leið og það hefur skeð, mun íslenskur sjávarútvegur falla á sama grunni og innan ESB. Því mun íslenskur sjávarútvegur verða háður styrkjum ESB, þar sem rekstrargrundvöllur hans mun hrynja niður á sama plan og innan ESB ríkjanna.

Eina leiðin til að spá Ragnars rætist er að íslenskur sjávarútvegur muni einfaldlega leggast af við aðild og fiskurinn alfarið veiddur af öðrum þjóðum ESB og unnin að öllu leiti erlendis. Þá gæti svo farið að ESB þyrfti ekki að greiða sjávarútvegsstyrki til Íslands.

Varla er Ragnar þó að spá því?


mbl.is Ólíklegt að Ísland fengi umtalsverða styrki frá ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband