Góður listi

Sjaldan hef ég haft ástæðu til að hæla Merði Árnasyni. Þegar tilefnið kemur er mér að sjálfsöðu skylt og ljúft að gera það.

Þessi listi Marðar er mjög góður og er honum þökk fyrir að nenna að gera hann Hann sýnir vel hverjir þora og nenna að standa vörð um lýðræðið í landinu!!

Ég tek því bessaleifi og afrita hann hér:

1. sæti – 54 stig: Gunnar Bragi Sveinsson, B

2. sæti – 46 stig: Ásmundur E. Daðason, B

3. sæti – 37 stig: Pétur Blöndal, D

4. sæti – 32 stig: Vigdís Hauksdóttir, B

5. sæti – 29 stig: Ásbjörn Óttarsson, D

6.–7. sæti – 19 stig: Einar K. Guðfinnsson, D, og Sigurður Ingi Jóhannsson, B

8.– 9. sæti – 18 stig: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Birkir Jón Jónsson, B

10. sæti – 16 stig: Ólöf Nordal, D

Þetta er topp tíu listinn yfir þá þingmenn sem vinna sína vinnu. Í hvaða sæti ætli Mörður sé? 60 - 63?


mbl.is Gunnar Bragi með flest „sýndarandsvör“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

þetta er listi yfir þá sem stunda skemmdarverk á Alþingi.

Sleggjan og Hvellurinn, 16.9.2011 kl. 12:36

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er listi ufir fólk sem þorir að segja meiningu sína.  En auðvitað eru Samfulkingarmenn reiðir þeim sem því þora, því einræðið skal blíva með Jóhönnu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2011 kl. 13:38

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Samfylkingarmenn eru kannski reiðir. Ég veit ekkert um það.

En það eru líka fjölmargir Íslendingar sem stiðja lýðræðið og vilja nýtt Ísland ekki þenna skotgrafahernað alla daga (m.a ég) sem eru ódáttir við að nokkrrir þingmenn geta haldið Alþingi í gíslingu.

Sleggjan og Hvellurinn, 16.9.2011 kl. 14:04

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég get nú ekki séð betur en að það séu einmitt forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann sem halda þinginu í gíslingu, við skulum bara hafa það á hreinu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2011 kl. 14:48

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er algjörlega öfugt... ekki er Jóhanna og SJS með þetta málþóf.

Sleggjan og Hvellurinn, 16.9.2011 kl. 14:53

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er skiljanlegt að þú sért reiður S&H, flestir Íslendingar eru það. En það er mikilvægt að vita hverjum sú reiði er að kenna og á hverjum hún skal bitna.

Ríkisstjórnin hefur EKKERT gert fyrir fólkið í landinu, hún stendur hins vegar varðstöðu um bankana!

Nú heldur Jóhanna Alþingi í gíslingu vegna frumvarps sem er hennar hugðarefni, en kemur vanda fjölskyldna landsins ekkert við. Á meðan er ekki hægt að ræða mikilvægari mál, enda er það einmitt það sem Jóhanna forðast.

Hún þorir ekki að taka á vandamálinu og kastar því fram fyrir þingið frumvarpi sem kemur vandanum ekkert við og lamar með því Alþingi.

Gunnar Heiðarsson, 16.9.2011 kl. 14:56

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt Gunnar, þetta er nefnilega spurningin um að sjá alla heildarmindina en ekki bara einn punktin í henni.  Eins og stuðningsmenn hennar virðast gera þegar það hentar þeim.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2011 kl. 14:58

8 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Steingrímur Jóhann hefur manna síst efni á að tala um málþóf. Sjálfur á hann metið í þeirri iðju. Svo langt gekk hann að breyta þurfti reglum um störf Alþingis vegna þess og stytta verulega ræðutíma þingmanna.

Þetta met Steingríms í málþófi verður aldrei aftur slegið, hann mun eiga þann titil um aldur og ævi!!

Gunnar Heiðarsson, 16.9.2011 kl. 14:59

9 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þakka aðstoðina, Ásthildur.

Gunnar Heiðarsson, 16.9.2011 kl. 15:00

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ekkert að þakka Gunnar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2011 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband