Er ESB byggt á lygavef ?

Síðastliðinn föstudag sagði í þýska blaðinu Der Spiegel að Grikkir íhuguðu að segja sig úr evrusamstarfinu og að kallaður hafi verið saman neyðarfundur fjármálaráðherra evrulandanna þá um kvöldið. Fundurinn var ekki haldinn og kepptust ráðherrarnir við að afneita þessum fréttum.

Fundurinn var hins vegar haldinn morgunin eftir og skýring gefin að um ýmis önnur mál hefði verið rætt. Nú er komið í ljós, eins og flestir áttuðu sig á, að þessi fundur var haldinn vegna þessa að Grikkir eru virkilega að hugsa þetta.

Það sem er þó skugalegast við þetta mál allt saman, eru orð  Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar, eftir að ljóst var að fundurinn var haldinn vegna vanda Grikkja. Þá sagði hann, eftir að gengið hafði verið á hann: " Ég er hlyntur leynilegum umræðum í dimmum skotum" og seinna: " Þegar harðnar á dalnum verður ekki hjá því komist að ljúga".

Þessi orð eru virkilega umhugsunaverð og spurning hvort grunnur ESB sé byggður á lygum. Þetta veltir einnig upp þeirri spurningu hvort ekki hafi verið gripið til þessara aðferða við það ferli sem við Íslendingar erum í, vegna þess að harðnað hafi á dalnum hjá aðildarsinnum.

Það er í það minnsta vitað að stjórnvöld segja okkur ekki allan sannleikann, en hafa þau einnig logið til um það ferli sem við erum í ?

Eru það svona samtök, sem byggð eru á lygum, sem stjórnvöld eru að reyna að draga okkur Íslendinga inn í ?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var fullyrt um það að Grikkir ætluðu að yfirgefa Evrusvæðið.

Hins vegar var sagt að þessi fundur væri um stöðu Grikkja, en eitt var ekki rætt um.  Það var um að Grikkir ætli að yfirgefa evrusvæðið.

Nú eru allar skuldir Grikkja í evrum, hvað heldur þú að það muni kosta þá mikið ef þeir taka upp eigin gjaldmiðil?  Þá verða skuldir þeirra miklu hærri en þær eru í dag miðað við landsframleiðslu.

Það er verið að ræða um það í dag að skuldir Grikkja verði afskrifaðar.  Samkvæmt mörgum þýskum spekingum þá þarf það að gerast sem fyrst. Þú hefur líklega tekið eftir því að ávöxtunarkrafa grískra ríkisskuldabréfa er hansi há. Það er vegna þess að eigendur þeirra hafa þegar gert ráð fyrir því í bókum sínum að hluti þessara ríkisskulda verði afskrifaður. Svona venjulegt reiknidæmi um arðsemi þegar búið er að afskrifa hluta eigna.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 10.5.2011 kl. 11:50

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er vissulega dýrt fyrir Grikki að yfirgefa evruna, en hugsanlega þó ódýrara en að halda í hana.

Nú er verið að tala um að afskrifa hluta lána þeirra, en þær fréttir sem borist hafa um það gjad sem þeir verða að greiða fyrir slíka niðurfellingu eru ekki beint kræsilegar.

Talað er um að lækka þurfi laun um 20 - 30%, draga enn frekar úr ríkisútgjöldum og hækka skatta. Það er ljóst að almenningur í Grikklandi tekur því ekki þegjandi.

Laun hafa þegar verið lækkuð mikið, atvinnuleysi er mjög mikið, grunnþjónustan er nánast lömuð og skattar meiri en nokkur ræður við, hvort heldur er á fyrirtæki eða einstaklinga. Ef enn frekar verður gengin þessi leið mun það þýða algera eymd í þessu landi.

Hvort upptaka eiginn gjaldmiðils muni breyta þessu er ekkert víst, en hætt er við að Grikkir vilji frekar fara þá leið, þeir hefa engu að tapa hvort eð er.

Hvað ráðherrar evruríkjanna ræddu á sínum bráðafundi að morgni síðasta laugardags veit hvorugur okkar. Það er eitt sem þessir menn segja en annað sem þeir gera. Það viðurkenndi Juncker og um það var mitt blogg fyrst og fremst.

Í öllu falli var kallað til þessa fundar með hrað,i eftir að orðrómur um að Grikkir vildu yfirgefa evruna barst út, svo ótrúlegt er ef þeir hafi ekki rætt þann möguleika.

Líklegra er að umræðan hafi snúist um hvað hægt væri að gera til að koma í veg fyrir það. Niðurfelling skulda er eitt þeirra úrræða, þ.e. ef ekki eru settar óraunhæfar kröfur fyrir slíkri bráðabyrgðalausn!

Gunnar Heiðarsson, 10.5.2011 kl. 12:11

3 identicon

Gunnar:  Hvað heldur þú að laun muni lækka mikið að raunvirði ef drakman verður tekin upp?  Heldur þú að það verði minna en á Íslandi?

Við skulum ekki blekkja okkur.

Upptaka drökmu er versti kostur Grikkja í stöðunni.

Hvað Juncker er að gera og segja á lokuðum fundum.  Okkur kemur fyrst og fremst við hvaða niðurstaða fæst opinberlega.

Þú sérð líklega gengi evrunnar hvað hún hefur fallið mikið frá því að Der Spiegel sagði frá þessu.  Getur verið að einhver gróðapungur hafi komið þessu í gang til að græða nokkrar evrur?

Þess vegna er ekki talað um allt opinberlega sem rætt er um á lokuðum fundum um fjármál.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 10.5.2011 kl. 12:21

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Eins og ég sagði Stefán, þá er ekkert víst að upptaka á drögmu muni hjálpa Grikkjum, en það er bara ekki spurning um það.

Það sem skiptir máli er hvað þjóðin vill og gerir. Ef hún er pínd niður til heljar og getur talið sér trú um að ESB sé að pína sig, er alls óvíst hvað hún gerir.

Grikkir vita hvað þeir þurfa að þola til að halda evrunni og þó þá gruni að dragman geti verið þeim enn verri er allt eins víst að þeir kjósi frekar að taka hana upp, þó ekki væri til annars en losna frá skipunum frá fyrrum kvölurum þeirra, Þjóðverjum.

Vissulega þurfa ráðamenn að tala varlega þegar um fjármál er rætt opinberlega, ekki síst nú þegar tvísýnt er hvort evran lifi af þær hremmingar sem hún er í.

Því eru þessi ummæli Juncker mjög svo vafasöm og alls ekki til þess fallin að byggja traust á ESB eða evru. Ef menn telja sig þurfa að tjá sig eiga þeir að segja satt, annars að þegja!

Það er aldrei réttlætanlegt að ljúga, sama hversu hart er á dalnum!!

Þetta ætti forsætisráðherra Lúxemborgar að vita, ef hann er starfi sínu vaxinn. Því miður hafa ráðamenn hér á landi tekið upp þennan ósið og ættu að skammast sín fyrir!!

Gunnar Heiðarsson, 10.5.2011 kl. 19:28

5 identicon

Kvalarar þeirra Þjóðverjar?  Hvað áttu við með þessu?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 10.5.2011 kl. 19:36

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þeir sem eitthvað þekkja til sögunnar vita hvað ég á við. Grikkir hafa þegar vakið máls á þessu. Þeir sjá söguna út frá sinni reynslu og sínu sjónarmiði.

Þar telja þeir vera óuppgerð mál.

Gunnar Heiðarsson, 10.5.2011 kl. 19:53

7 identicon

Ég hélt að þú ætlaðir að upplýsa mig um það hvað Grikkjum finnst vera óuppgert.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 10.5.2011 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband