Og Orðið kom frá Moody´s

Lánshæfismatsfyrirtækið Moody´s, sem fjármagnar sig með greiðslum frá helstu og stæðstu viðskiptabönkum heimsins og því í raun handbendi auðvaldsins, hefur nú gefið út sinn dóm.

Og dómur þess yfir Íslandi er að ekki séu forsemndur fyrir breytingu á lánshæfi landsins.

Þó telur þetta guðdómlega fyrirtæki blikur á lofti og margt sem gæti orðið til lækkunnar á lánshæfi Íslands. Þar eru talin upp ýmis dæmi, en eitt vekur þó athygli.

Það er mat þessa fyrirtækis að aukin lántaka vegna vatns og jarðvarmafyrirtækja og tiltekur neikvæða afstöðu Íslendinga til aðkomu erlendra aðila í þann geira, gæti lækkað matið. Þetta verður vart litið öðrum augum en svo að þetta fyrirtæki sé að koma þeirri hugsun inn í hug okkar Íslendinga að betra væri ef við seldum auðlindir okkar einhverjum erlendum auðjöfrum. Kannski þeirra eigin skjólstæðingum?

Lánshæfismatsfyrirtækin eru, eins og fyrr segir, fjármögnuð af auðvaldinu og vinna því verk þess. Þetta hefur marg sannast og í raun undarlegt að þau skuli fá að starfa áfram, þrátt fyrir að hafa orðið uppvís að grófu misræmi milli eigin mats og raunveruleikans, bæði fyrir og eftir hið alþjóðlega bankahrun. Þessi fyrirtæki gáfu flestum bönkum, bæði hér á landi sem erlendis, hæðstu matseinkun allt fram að bankahruni. Þar var ekki um neitt raunverulegt mat að ræða og spurning hvort greiðslur í sjóði þessara fyrirtækja frá bönkunum hafi ráðið þar meiru en raunveruleikinn!

Enn undarlegra er þó að hlustað skuli á þessi fyrirtæki. Að vald þeirra skuli vera svo mikið. Það er ekki annað að sjá en þessi fyrirtæki séu orðin einhverskonar vald yfir valdinu.

Það sem mestu ræður um lánshæfismat landa og fyrirtækja er að sjálfsögðu vaxta tryggingarálagið, en það segir hverja vexti lönd eða fyrirtæki þurfa að greiða á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Má sem dæmi nefna að Íslenskir bankar voru þegar snemma árs 2008, sumir jafnvel fyrr, komnir í veruleg vandræði með að fjármagna sig vegna hárra vaxta, samt fengu þeir allir hæðstu einkunn matsfyrirtækjanna allt fram á síðasta dag!

Vaxta tryggingarálag Íslands er nú með því lægst sem þekkist, meðal þeirra þjóða sem verst fóru út úr hinu alþjóðlega bankahruni. Það er komið niður á sama plan og nokkru fyrir hrun, hjá okkur Íslendingum. Þetta er hinn raunverulegi mælikvarði og ef lánshæfismatsfyrirtækin ynnu sína vinnu ættu þau að sjálfsögðu að taka mest tillit til þessa. Það er deginum ljósara að þjóð getur ekki haft lágt vaxta tryggingarálag nema lánshæfið sé þokkalegt. Það þarf enga hagfræðinga til að sjá það!

Því vekur furðu að nokkur heilvita maður skuli hlusta á þessi fyrirtæki, sem ljóst er að vinna fyrir auðvaldið.

 


mbl.is Margt sem getur leitt til lækkunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er vitleysingar á sama kaliberi og greiningadeildir bankana

Skjöldur (IP-tala skráð) 21.4.2011 kl. 20:03

2 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Mér finnst þetta athyglisvert:

WHAT COULD CHANGE THE RATING DOWN

Moody's would downgrade Iceland's rating if the above-mentioned legal risks related to the priority status of deposits were to materialize. This would result in a much higher liability for the government because of lower payouts from the Landsbanki estate to the British and Dutch governments

S.s. ef forgangsröðun krafnanna breytist, þá verður ábyrgð ríkissins meiri, lægri greiðslur úr búinu til Breta og Hollendinga. Nú voru lögin ekki samþykkt og því enginn samingur, gefur Mooy´s sér þá að EFTA muni dæma ríkið til að borga kröfuna?

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 21.4.2011 kl. 20:03

3 identicon

Rang(alt)LandRisikoprämiePDHinweisRating
1 (2)Venezuela935 (-2%)87% BB-
2 (4)Griechenland900 (28%)86%U, R, I, E, SBB+
3 (1)Pakistan895 (-10%)86%5yB-
4 (5)Argentinien584 (-7%)71%RB-
5 (3)Jamaika554 (-30%)69%  
6 (14)Portugal475 (37%)63% A-
7 (9)Ukraine441 (4%)60%I,UCCC+
8 (6)Irland432 (-13%)59%U, R, I, E, S, KBBB+
9 (7)Dubai395 (-10%)56%  
10 (11)Dominikanische Republic388 (-1%)55%  
11 (12)Libanon357 (-9%)52% B-
12 (8)Serbien349 (-19%)52%IBB-
13 (15)El Salvador330 (-1%)49% BB
14 (16)Irak324 (0%)49%  
15 (13)Ägypten321 (-14%)49%5yBB
16 (10)Vietnam304 (-28%)47% BB
17 (23)Bahrain288 (9%)45% A
18 (17)Ungarn268 (-13%)42%I,U,K, E,SBBB-
19 (26)Island264 (4%)42%I,U,RBBB-
20 (18)Kroatien259 (-15%)41% BBB

Eins og þú sérð er Ísland nú í 19. sæti!

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 21.4.2011 kl. 20:23

4 identicon

Og hér kemur neðsti hluti listans.

65 (67)USA55 (-13%)10%UAAA
66 (65)Deutschland55 (-16%)10% AAA
67 (71)Singapur52 (4%)10%  
68 (68)Hong Kong51 (-9%)10% AA+
69 (66)Niederlande46 (-29%)9% AAA
70 (70)Schweiz44 (-15%)8% AAA
71 (69)Dänemark42 (-23%)8% AAA
72 (74)Australien37 (0%)7% AAA
73 (72)Finland36 (-21%)7%SAAA
74 (73)Schweden36 (-17%)7% AAA
75 (75)Norwegen25 (-19%)5% AAA

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 21.4.2011 kl. 20:30

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hrafn, þessar töflur sanna það sem ég var að segja. Samkvæmt þeim, þó ekki komi fram nákvæmlega síðan hvenær þær eru, er Ísland með 264 punkta en Írland 432, Portúgal 475 og Grikkland með 900 punkta.

Það ríki sem hefur lægsta lánshæfismatið, Ukraína með CCC+, er í sjöunda sæti listans með 441 punkt, en Venesúela sem er með 935 punkta, meira en tvöfallt fleiri punkta og efst á listanum er með lánshæfismat BB-.

Portúgal sem hefur 475 punkta og er í sjötta sæti er með lánshæfismat A-, meðan Ísland er með BBB- , 264 punkta og í 19 sæti.

Gunnar Heiðarsson, 22.4.2011 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband