Bjargvættirnir ?

Steingrímur J og Árni Páll telja sig mikla bjargvætti fyrir þjóðina. Þeir þakka stjórnkænnsku sinni fyrir að hafa bjargað landinu.  Sveiattann!

Það var þjóðin sem bjargaði landinu þegar hún sendi ríkisstjórnina til baka með skottið milli fótanna, þann 9. apríl 2011 !! Það var þjóðin sem bjargaði landinu frá þeirri smán sem í stefndi!

Þeir félagar Steingrímur og Árni eiga engann heiður skilinn. Það voru þeir ásamt Jóhönnu sem næstum hafði tekist að koma landinu endanlega á hausinn. Það voru þau sem vildu selja Bretum og Hollendingum hollustu sína með því að svíkja eigin þjóð!

Þessir gerfibjargvættir eru fljótir til að hrósa sjálfum sér þegar eitthvað gengur vel, jafnvel þó þeir eigi engann þátt í þeim gangi. Þeir hika ekki við að taka heiðurinn af þjóðinni og færa sjálfum sér.

Það er ljóst að ástæða þess að Moody´s staðfestir nú óbreytt mat er vegna þess að þjóðin hafnaði auknum ríkisábyrgðum, sem enginn gat sagt hversu miklar yrðu. Ef þær ábyrgðir hefðu verið samþykktar hefði Moody´s átt þann kost einann að lækka lánshæfismat Íslands.

En þar sem engin breyting varð á ríkisábyrgðum landsins, er ekki ástæða til breytingar á lánshæfismati. Svo einfallt er það nú, þó sumir vilji flækja það.

 


mbl.is Varnarsigur fyrir Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blauður og Sólbrúni sauður eru búnir að taka "brún-hnykk" í rassgatið á okkur og koma svo til baka frá B(já)NA með "fagnaðarerindið".

http://www.dv.is/gula_pressan/2011/4/17/hver-ad-verja-island/

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 21.4.2011 kl. 01:31

2 identicon

Þetta er ekki undirlægjuhætti, sleikjuskap og stanslausu slefi Steingríms utan í hvern erlendan peningamann að þakka, skóburstun hans eða öðrum undirlægju pervertisma sem hann sýnir AGS og sérhverjum bjúrókrata ESB, heldur hetjulund, hugrekki og réttsýni forseta vors!!!

Pro-Joe (IP-tala skráð) 21.4.2011 kl. 02:55

3 identicon

Æ mig auman.  Ef það er einhverntíma tími til þess að skipta um stjórnvöld þá er það núna.  En óttalega hræðist ég nú að það verði samt engir góðir möguleikar í stöðunni í næstu kosningum.

Ef við útilokum Samfylkinguna og Vinstri græna vegna þessarar stjórnar, útilokum Sjálfstæðisflokkinn og Vinstri græna vegna fyrri synda og núverandi horfa þeirra, þá er Hreyfingin eftir og ný stjórnmálaöfl.  Þó Hreyfingin standi sig að vissu leyti ágætlega, þá er athyglivert að Borgarahreyfingin splundraðist á fyrstu dögunum og ég veit ekki hvort ég treysti þeim til þess að stjórna landinu þó þau séu ágæt í stjórnarandstöðu.  Hvað þá að maður treysti einhverjum nýjum flokki til þess að stjórna landinu, sbr. tilraunina með Besta flokkinn í Reykjavík, sem reyndist bara dulbúin Samfylking. 

Það er reyndar það sem þarf að varast í næstu kosningum, markaðssetning gamalla stjórnmálaafla á nýjum stjórnmálaflokkum undir nýjum nöfnum.  Það skal enginn segja mér að fjórflokknum detti það ekki í hug fyrir kosningar að fá óþekkta aðila til þess að stofna stjórnmálaflokk með svipuðum áherslum og þeirra flokkur og ná svo völdum með samstarfi við þann flokk.

Ég veit ekki hvort Samfylkingin hafi komið nærri stofnun Besta flokksins en það hefði verið þrusuhugmynd ef það hefur verið þannig, því Besti flokkurinn tryggði Samfylkingunni stjórnina í borginni.  Mesta snilldin er líklega sú að Besti flokkurinn tekur á sig alla sökina fyrir slæmar ákvarðanir.

Stærsti gallinn við kjósa eitthvað nýtt er það að þá fáum við reynslulaust fólk í störfin.  Eflaust vel meinandi fólk, en reynslulaust.

Ef ég væri að ráða framkvæmdastjóra fyrir fyrirtækið mitt þá myndi ég vilja fá manneskju með reynslu, það þarf að hugsa eins með ríkisstjórn.

Þarf ekki bara að byrja á að koma að lögum um persónukjör áður en blásið er til kosninga?!

Andri (IP-tala skráð) 21.4.2011 kl. 10:50

4 identicon

"útilokum Sjálfstæðisflokkinn og Vinstri græna vegna fyrri synda" átti að vera "útilokum Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn vegna fyrri synda"

Andri (IP-tala skráð) 21.4.2011 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband