Og hví ættum við að trúa Össur núna ?

Það er kannski full langt gengið að segja að Össur sé lygari, en hann hefur vissulega oft farið nokkuð frjálslega með sannleikann. Hvort um einhvern miskilning er að ræða milli fyrstupersónuna Össurar Skarphéðinssonar og þriðjupersónunnar Össurar Skarphéðinssonar, skal ósagt látið. Hugsanlega eru einhverjir samskiptaörðugleikar þar á milli.

Það er þó ljóst að oftar en ekki hafa báðir þessir Össurar kosið að leyna gögnum, þeir hafa einnig verið uppvísir að því að segja ekki allan sannleik, þegar það hefur þurft hennta.

Hvort það var fyrstapersónan eða sú þriðja sem losaði sig stofnbréf fyrir tugi miljóna, skömmu fyrir hrun, veit ég auðvitað ekki, en annar þeirra gerði það!

Væntanlega var það þriðja persónan sem stóð í brúnni síðasta eina og hálfa árið fyrir hrun bankanna, þó sjálfur hafi hann ekki vitað hvor Össurinn var þar, þegar hann var yfirheyrður af þeim sem tóku saman Hrunskýrsluna.

Það er erfitt fyrir leikmann að átta sig á hvor Össurinn er að tjá sig hverju sinni, enda varla nema von þegar hann sjálfur oft á tíðum veit það ekki.

Það hlýtur að vera nokkuð undarlegt fyrir viðmælendur Össurar, út í hinu gyllta Brussel, að tala við hann. Ekki kæmi mér á óvart þó ESB sé búið að setja á stofn nefnd mannfræðinga og geðlækna til að rannsaka þetta undur náttúrunnar, undur sem hefur þann "kost" að heyra það sem hann vill heyra, skylja það sem hann vill skylja og geta svo hlaupið milli persóna eftir þörfum hverju sinni.


mbl.is Haldið fast á sjónarmiðum Íslands í ESB-viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll ég treysti ekki Össuri!

Sigurður Haraldsson, 16.4.2011 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband