Hennar skoðun, ekki Framsóknarmanna !

Siv vill í ríkisstjórn. Það kemur ekki á óvart, hún vill í stjórn með Samfylkingu til þess eins að koma áfram því máli sem hún hefur harðast barist fyrir innan síns flokks en flokkurinn hafnaði nú um helgina. Aðild að ESB.

Því miður var ekki samþykkt tillaga um að draga umsóknina til baka á flokksþinginu, því telur Siv sig ekki vera bundna af flokknum þó skýr afstaða hafi verið tekin gegn ESB á þessu flokksþingi Framsóknarmanna.

Siv ætti að hugsa tvö ár aftur í tímann áður en hún kemur með svona yfirlýsingu. Þá ákvað Framsóknarflokkur að styðja minnihlutastjórn VG og Samfylkingar. Settir voru nokkrir skýrir fyrirvarar fyrir þeim stuðningi. Skemmst er frá að segja að ALLIR þeir fyrirvarar voru brotnir af hálfu stjórnarinnar. Nú vill hún í eina sæng með þeim sömu flokkum og brutu hvert einasta atriði sáttmálans um stuðning á þeim tíma. Ef Siv man þetta ekki á hún ekki heima í pólitík.

Það er ekki að sjá að Siv hafi verið mikið að hlusta á sína flokksfélaga um síðustu helgi, á þeirri samkomu sem er ætluð til að leggja þingmönnum floksins línurnar, eftir vilja flokksmanna. Ef hún hefði hlustað ætti hún að átta sig á hver vilji flokksmanna er. Hann er ekki að fara í samstarf við þá flokka sem sviku flokkinn fyrir tveim árum síðan og hann er ekki að fara í samstarf við þann flokk sem hefur það eitt á sinni stefuskrá að ganga í ESB.

Þingmenn eru, samkvæmt stjórnarskrá, ekki bundnir af flokkum sínum heldur einungis eigin sannfæringu. Samt er það svo að kjósendur kjósa flokka, fólkið velur sér þá flokka sem standa næst þeirra eigin sannfæringu. Því ætti atkvæði kjósenda að vera bundið flokkum. En því miður er það ekki.

Engu að síður verða þingmenn að virða vilja kjósenda sinna. Að öðrum kosti verða þeir að standa skil sinna gerða við næstu kosningu. Því miður er það þó ekki alltaf þannig að misgjörð eins þingmanns bitni eingöngu á honum, oftar en ekki bitnar það á flokknum. Undantekningin er þegar þingmenn svíkja lit gagnvart flokk sínum og stíga skrefið til fulls með því að yfirgefa flokkinn og ganga í annan. Þar með taka þingmenn fulla ábyrgð á eigin gjörðum.

Siv, Framsóknarflokkurinn hefur tekið afgerandi stefnu gegn ESB aðild, ef þú ekki sættir þig við það er spurning hvort þú eigir lengur samleið með floknum.


mbl.is Vill að Framsóknarflokkur fari í stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Siv vill leggjast með líkinu.

Það er pólitísk negrofilia.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 09:39

2 identicon

Eg spyr en og aftur ...hvað er þessi manneskja að gera á Þingi ???

Ransý (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 09:55

3 identicon

Af hverju er fólk svona á móti því sem Siv segir?  Hvað haldið þið að versni við að fá Framsókn í ríkisstjórn?  Framsókn hefur batnað mikið með tímanum eftir útrásartímann og fyrrum formennina, kannski orðið svolítið þjóðrembuleg á stundum, en þeir hafa sterkan formann og Siv talar fyrir hönd þeirra sem eru honum  ekki sammála í öllu, svo það má hafa fleiri en eina skoðun í flokknum.  En að fá Framsókn í ríkisstjórnina held ég að sé til  bóta ef eitthvað er því vinstriflokkarnir eru ekki að ráða við starfið.  Kosningar verða hvort sem er ekki strax.

Skúli (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband