Þjóðin kaus rétt !!

Einungis eru liðnir tæpir tveir sólahringar frá því þjóðin kaus um icesave lögin og kol felldu þau. Fyrsti virki dagur er að kveldi kominn og útlitð betra en bjartsýnustu menn þorðu að vona.

Ekki verður annað sagt en að spár já sinna og stjórnvalda um afleiðingar þess ef lögin yrðu felld, hafa ekki gengið eftir, þvert á móti.

Þessi fyrsti virki dagur frá kosningu bendir eindregið til að þjóðin hafi kosið rétt. Fréttatími stöðvar 2 var undirlagður af jákvæðum fréttum af atvinnulífinu, slíkur fjöldi jákvæðra frétta hefur ekk heyrst í einum fráttatíma um langt skeið. Undirskriftir í stórum fjárfestingum og fleiri fréttir í þeim dúr. Stjórnvöld og já sinnar töldu þó að allt færi í frost á þessu sviði ef lögin yrðu felld.

Fitch gaf út lánshæfismat og lækkaði ekki mat Íslands og önnur matsfyrirtæki ætla að bíða í nokkra daga með sínar útgáfur. Stjórnvöld og já sinnar sögðu að Ísland félli í ruslflokk strax í dag, ef lögin yrðu felld.

Það eina sem skyggir á þann sigur sem þjóðin hafði á laugardaginn, er að stjórnvöld ætla að halda áfram á sömu braut og hingað til.


mbl.is Óbreytt einkunn hjá Fitch
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var ekki búið að banna æ tóld jú so blogg!!!!!!!Lýðræðið talaði á það er hlustað hvort sem menn hafa rétt fyrir sér eða ekki..Nógu erfitt er að aðlagast því að Nei sé svar Íslendinga og þar með mitt svar án þess að þú sért með einhvað na na na bú bú stæla...

simon (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 21:16

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég var bara að benda á staðreyndir.

Það hefur heldur enginn bannað neitt, enda nokkuð langt seilst ef banna á fólki að tjá sig, þó það sé vissulega í anda hins tæra sósíalisma!

Gunnar Heiðarsson, 11.4.2011 kl. 23:19

3 identicon

Ættu nei sinnar ekki að bíða aðeins með að fagna sigri...og já...hver sigraði í þessum kosningum...þjóðin..???og hver er sigurinn???. það er eingöngu liðnir 3 sólahringar og stjórnvöld gera allt til að lámarka tjónið...bæði Jóhanna og Steingrímur og fleiri eru núna á hnjánum að biðja matsfyritækinn um að lækka ekki lánshæfismatið á Íslandi...fólk í öllu stjórnkerfinu er á hnjánum að biðja til guðs um að tjónið verði sem minnst. Eigum við ekki að láta þennan mánuð líða og sjá svo hvað hefur gerst...ekki það að ég sé að vona að eitthvað slæmt gerist...þvert á móti vona ég að við siglum í gegnum þetta ósködduð...en sjáum samt til.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 07:54

4 identicon

Almenningur er búinn að kjósa málið í þann farveg sem það átti að fara í, í upphafi !

Þökk sé Ólafi forseta.

Það að þjóðin kaus NEI er búið að setja réttlætið í réttan farveg. Sama hver niðurstaðan verður. Ég sagði það fyrir kosningar að Íslendingar hefðu með einurð sniðið rétt Strandríkja í landhelgisdeilunni. Á svipuðu máli myndu þeir varpa ljósi á rétt almennings gegn bankakerfinu. Af fréttum út í heimi að dæma þá erum margar þjóðir farnar að velta þessu fyrir sér í kjölfar NEI já Íslendingum. Sem er gott.

Már (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband