Lélegur Kastljósþáttur

Það er spurnig hvenær Árni þór gengur formlega í Samfylkinguna, málflutningur hans í Kastljósinu ber þess sterk merki að þar á hann mun frekar heima en í þingflokki VG.

Það er annars undarleg skoðun sem hann hefur á stjórnmálum, en hann sagði að núverandi stjórn hefði tekið við ákveðnu búi og því hafi ekki verið hægt að breytia því. Þar tók hann sem dæmi samningur sem gerður hafi verið við AGS, en ljóst er að VG vann mörg atkvæði í síðustu kosningum vegna loforða um að þeim samning yrði slitið. Árni sagði að sá samningur hafi verið kominn á og ekki hægt að breyta því. Þá spyr maður; hvers vegna voru þá frambjóðendur VG að lofa kjósendum að honum yrði slitið? Einnig hlýtur maður að spyrja sig hvers vegna þá að halda kosningar, ef ný ríkisstjórn verður að halda áfram á sömu leið og sú sem frá fer.

Það var þó eitt atriði sem Sigmar spurði Árna ekki að, en það var um ESB aðlögunina. Frambjóðendur VG voru duglegir við að segja kjósendum, fyrir síðustu kosningar, að VG væri alfarið á móti ESB umsókn, að ekki kæmi til greina að sótt yrði um aðild meðan þeir væru í brúnni. Þetta var þó brotið til þess eins að komast í ríkisstjórn og það sem verra er að nú er ljóst að það sem kallað var umsókn er í raun aðlögun. Aðlögun sem unnin er með fullu samþykki meirihluta þingmanna VG, en í algjörri andstöðu við kjósendur þess flokks!

Það er annars undarleg stjórnun á þessum Kasljósþætti. Hvers vegna var Lilju og Atla ekki stefnt gegn Árna Þór? Hvers vegna fékk Árni Þór að hafa síðasta orðið án þess að Lilja og Atli gætu svarað fyrir sig? Árni Þór hafði möguleika á að svara orðum Lilju og Atla, en þau gátu ekki svarað honum! Er þetta góð stjórnun á fréttaþætti?

 


mbl.is Yfirlýsingar Össurar kornið sem fyllti mælinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband