0,1% kjósenda VG á Suðurlandi þykjast hafa eitthvað úrskurðarvald

Stjórn kjördæmaráðs VG á Suðurlandi telur að Atli Gíslason sitji ekki lengur á alþingi í umboði VG.

Vera má að fylgi VG á Suðurlandi sé komið niður í 8 atkvæði stjórnar kjördæmaráðsins, en flokkurinn fékk þó 4.614 atkvæði í síðustu kosningu og það er í umboði þeirra sem Atli er á alþingi Íslendinga.

Ekki er víst að hann, eða neinn annar, muni þó fá inn á þing eftir næstu kosningar fyrir VG, ef fylgi flokksins á Suðurlandi er komið niður í 8 atkvæði!

 

 


mbl.is Harma úrsögn Atla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þó svo að kosið sé inn á Alþingi eftir listum, flokkum, Þá er í rauninni ekki einn einasti þingmaður bundinn flokki sínum, hafi hann sannfæringu fyrir öðru.


47. gr. Sérhver nýr þingmaður skal vinna ... 1) drengskaparheit að stjórnarskránni, þegar er kosning hans hefur verið tekin gild. 1)L. 56/1991, 16. gr. 48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum. ... 1) 1)L. 56/1991, 17. gr.


Hins vegar stendur hvergi í stjórnarskránni að stjórnmálaflokkar skuli undirrita drengskaparheit að stefnuskrá sinni.

Kristinn Karl Brynjarsson, 22.3.2011 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband