RUV og icesave !!

Eftir að forsetinn hafði vísað lögum um icesave til þjóðarinnar, gaf fréttastofa RUV út þá yfirlýsingu um að nú væri það hennar verk að kynna kosti og galla þess að samþykkja icesave, enda eina óvilhalla fréttastofan sem gæti unnið það verk svo sómi væri að!

Í þessu skyni var settur linkur á vef ruv.is þar sem þessi kynning skyldi eiga sér stað. Þegar farið er inn á þessa síðu ruv.is kemur margt undarlegt í ljós!

Síðunni er skipt upp í fréttir, fréttaskýringar og upptökur.

Skoðum fyrst fréttirnar. 67 fréttir eru frá þeim tíma er samninganefndin setti sína stafi undir icesave III, einungis 4 þeirra eru þó gegn samningnum, hinar 63 eru flestar til þess fallnar að mæra samninginn, þó eru örfáar staðreyndarfréttir. Af þessum 4 fréttum sem eru andstæðar samþykkt samningnum eru 2 viðtöl við Þór Saari, 1 við Frosta Sigurjónsson og loks 1 frétt úr Wall Street Journal.

Upptökurnar eru á svipuðum nótum. 13 upptökur eru settar fram og flestar um það hversu gott eða nauðsynlegt sé að samþykkja samninginn. Þó má sjá þarna upptöku af Kastljósþætti þar sem Frosti Sigurjónsson er í viðtali. Þó er sláandi að fyrirsögn þeirrar upptöku er "Er kjosum.is marktæk söfnun?" !!

Fréttaskýringarnar slá þó út allt annað sem þessi síða ruv.is býður upp á. Einungis tvær fréttaskýringar eru í boði, önnur um viðbrögð formanna þeirra stjórnmálaafla er alþingi sitja, en hin kallast " Áhrif icesave á viðskiptalífið". Sú fréttaskýring byggist að mestu á viðtali við Þórólf Matthíasson og þess vel gætt að staða hans sem prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands komi fram. Eins og allir vita, sem lesið hafa greinar Þórólfs, hefur hann fyrir löngu síðan kastað frá sér fræðunum fyrir pólitískan málfluttning, svo er einnig í þessari fréttaskýringu. Svo mikill er ákafi Þórólfs í þessum pólitíska áróðri sínum að hann hikar ekki við að segja að 2+2 séu 6 ef það hentar hanns pólitísku skoðun og ber stöðu sinni, sem prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, fyrir sig þegar honum er bent á vitleysuna!! Þetta rugl virðist þó ganga í suma!!

Fréttastofa RUV ætti að vera best til þess fallin að fjalla um þetta mál, ætti að vera best treystandi til þess, ætti að vera yfir allan vafa hafin.

En er það svo?!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband