Steingrímur horfir stíft til vesturs!!

Nú vilja lífeyrissjóðirnir eigna sér "lausn" stjórnvalda. Það eru greinilega miklir menn á stjórnum þessara sjóða, þó þeir hafi ekki sýnt snilli sína í verki ennþá.

Sjóðirnir segjast nú ætla að bjóða í þau ríkisskuldabréf sem gefin verða út. Hvers vegna að fara þessa leið? Af hverju mátti ekki semja beint við stjórnvöld? Andstaða AGS við ríkisábyrgð er "gufuð upp" og því ekkert til fyrirstöðu að sjóðirnir geri beina samninga við ríkið.

Hitt er svo annað mál, hvort þessar framkvæmdir séu virkilega þess virði að fara í þær. Forsendurnar brustu þegar sú ákvörðun var tekin að lagðir skyldu á vegtollar til að greiða hana niður.

Fyrir það fyrsta stenst það ekki jafnræðissjónarmið að lagðir séu á vegtollar nema um aðra leið sé að velja. Þessu sjónarmiði var mjög haldið á lofti þegar ákvörðun um að framkvæmd Hvalfjarðargangna skyldi fjármögnuð með vegtollum. Fólk gat valið um að fara göngin eða fyrir Hvaljörð. Í því landi sem helst notar vegtollaaðferðina, Bandaríkjunum, eru gjarnan akvegir samhliða tollbrautum. Ekki er lagður tollur á vegi nema auðvelt sé fyrir fólk að komast eftir öðrum, oft lélegri vegum. En fólk hefur VAL.

Þar sem Vinstrihreyfingin grænt framboð virðist horfa svo mikið til vesturs, ættu þeir að kynna sér framkvæmdir vegatolla þar.

Ökumenn greiða ríkinu nú þegar um það bil 40 miljarða króna í gegn um skatta á eldsneyti. Um áramótin hækkar þetta um hátt í 6 kr/l + vsk. Þetta fé á að nota til viðhalds og endurnýjun vega ÁÐUR en farið er að skattleggja þetta fólk meira. Þar að auki hefur ríkið tekjur af bifreiðagjöldum, tollum og ýmsu fleiru. Virðisaukaskattur leggst síðan ofan á marga þessara skatta!!

Það er nauðsynlegt að koma hjólum atvinnulífsins af stað. Þessar framkvæmdir eru vissulega góð í því samhengi. En það er ekki ásættanlegt að einungis lítill hluti þjóðarinnar greiði þessa framkvæmd!

Fólk í þéttbýliskjörnunum umhverfis Reikjavíkurhrepp, stundar margt hvert vinnu og skóla þar. Hætt er við að það muni einfaldlega flytja til Reykjavíkur.

Þeir sem leið eiga í Reykjavíkurhrepp af vesturlandi, hafa búið um nokurra ára skeið við það óréttlæti að þurfa að greiða vegtoll eða aka fyrir Hvalfjörð. Nú á að bæta á þetta fólk skatti fyrir það eitt að aka eftir Kjalarnesinu. Það hefur ekki möguleika á að velja aðra leið. Keflvíkingar, sem eitt sinn bjuggu við vegtolla að Amerískri fyrirmynd munu nú aftur verða bundnir við Suðurnesin, til að komast þaðan verða þeir að greiða keisaranum skatt. Sunnlendingar munu einnig verða að greiða skatt til að komast til höfuðborgarinnar. Að sjálfsögðu munu borgarbúar verða að greiða skatt til að komast út fyrir borgina og svo aftur til að komast heim!

Ekki má gleyma erlendum ferðamönnum, þeir komast til landsins en síðan verða þeir að borga margfaldann skatt til að skoða landið. Þeir verða að borga skatt til að komast til Reykjavíkur og síðan aftur til að komast út á land til að skoða það. Ef þetta blessaða fólk ætlar að búa á hóteli í Reykjavík, verður það að greiða skatt hvert sinn sem það ákveður að skoða eitthvað annað en hálfbyggð hús í Reykjavík!!

Þessi aðgerð, ef að verður, mun skipta landinu og gera skil milli höfuðborgarinnar og landsbyggðar enn skýrari.

Ef ekki er hægt fara í þessa framkvæmd fyrir það skattfé sem ríkið leggur á ökutæki og eldsneyti, er spurning hvort réttlætanlegt sé að fara út í þær. Ef það er talið vera betra að leggja á vegtolla, á að gera það eins og hjá siðuðum þjóðum, en þá er einnig nauðsynlegt að skattar á eldsneyti verði lækkaðir á móti. Það eru rök með og á móti vegtollum, en það eru engin rök sem réttlæta að hvoru tveggja sé innheimt!! 

Það merkilegasta er þó að VG skuli vera farið að horfa svo stýft til vesturs. Það er eina glætan í þessu öllu!! Þeir ættu þá að kynna sér örlítið betur hvernig framkvæmdin er á þessu þar og fara eftir því!

 


mbl.is Lífeyrissjóðirnir bentu ríkinu á aðra leið í fjármögnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Skoðanakönnun: Er rétt að draga Streingrím J. Sigfússon fyrir Landsdóm, sem höfuðábyrgðarmanns “Svavars-samningsins”? 

Takið þátt og farið á hlekkinn:

http://gthg.blog.is/blog/gthg/ 

Með kveðju, Björn bóndi   

  

Sigurbjörn Friðriksson, 14.12.2010 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband