Auðvitað !

Auðvitað verður stjórnin að leggja þetta frumvarp fram, það er í hennar verkahring. Þó Jóhanna og Steingrímur vilji fá stjórnarandstöðuna með sér við framlagninguna, er það stjórnin sem ber ábyrgð á þessu máli. Það er til komið vegna fádæma heimsku og einstefnu stjórnvalda, vorið 2009. Um það verður ekki deilt.

Þessi stjórn hefur haft þann leiðinlega vana að neita öllu samráði við stjórnarandstöðuna þar til allt er komið í óefni, svo var einnig um þetta mál. Því verður hún að sætta sig við að jafnvel þó stjórnarandstaðan hafi haft sinn fulltrúa í samninganefnd, núna í þriðju umferð, ber stjórnin ábyrgðina.

Síðan er það þingsins að taka málið til umfjöllunar og að lokum afgreiðslu. Að henni lokinni á svo að sjálfsögðu að leggja málið í dóm þjóðarinnar, þingið hefur vald til þess og á að nota það. Forsetinn getur, að þeirri afgreiðslu lokinni, skrifað undir lögin, verði það vilji þjóðarinnar!

Icesave samningurinn er stórt mál. Þessi nýjasti er örlítið skárri en þeir fyrri en þó er hann með þeim hætti að ekki má mikið útaf bera til að hann verði þjóðinni ofviða. Því hljóta þeir sem reikninginn borga að hafa eitthvað um málið að segja. Það er ekki hægt að ætlast til þess að 63 þingmenn, sem margir hverjir eru undir ofbeldi sinna flokksformanna, taki þessa ákvörðun.

Það er þjóðin sem kemur til með að borga reikninginn, ekki eingöngu þeir 63 sem sitja á þingi núna!!

 


mbl.is Icesave verður stjórnarfrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Nú ríður á að IceSave draslið komi til kasta þjóðarinnar þegar menn eins og Ögmundur ofl. eru gengnir af trúnni. Ríkisstjórnin er örugglega búin að fá loforð Ögmundar um að "ganga í takt" (eins og Steingrímur Joð kallar það þegar hann er að neyða VG-félaga á sína skoðun), annars væri hann búinn að segja af sér sem ráðherra.

corvus corax, 13.12.2010 kl. 17:52

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ögmundur segir ekki af sér aftur, það er klárt. Því mun hann örugglega halda taktinum. Svo mun einnig verða um alla þingmenn Samfylkingar.

Því miður eru til nokkrir heitir ESB sinnar í öðrum flokkum einnig og hætt við að þeir finni taktinn hjá Steingrími. Þetta fólk vill ekkert gera sem gæti tafið fyrir því að við komumst til "fyrirheitna landsins"!!

Hagsmunir þingmanna fer ekki saman við hagsmuni landsmanna í þessu máli. Því á skilyrðislaust að bera málið undir þjóðina!!

Gunnar Heiðarsson, 13.12.2010 kl. 18:01

3 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Skoðanakönnun:

Er rétt að draga Streingrím J. Sigfússon fyrir Landsdóm, sem höfuðábyrgðarmanns “Svavars-samningsins”?

-

Takið þátt og farið inn á hlekkinn:

 -

http://gthg.blog.is/blog/gthg/

-

Með kveðju, Björn bóndi     

Sigurbjörn Friðriksson, 14.12.2010 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband